Esekías kemur á aftur guðsþjónustunni. (2 Kgb. 18,1–4).

1Esekías hafði fimm um tvítugt þá hann varð kóngur, og ríkti 29 ár í Jerúsalem; en móðir hans hét Ahia, dóttir Sakaría.2Og hann gjörði það sem rétt var í augsýn Drottins, öldungis eins og Davíð faðir hans hafði gjört.3Hann lauk upp dyrunum á Drottins húsi, á fyrsta ári sinnar ríkisstjórnar, í fyrsta mánuði og endurbætti þær.4Og lét prestana og Levítana koma, og samansafnaði þeim á strætið mót austri,5og sagði við þá: heyrið mig, þér Levítar! helgið yður nú og helgið hús Drottins, yðar feðra Guðs, og komið óhreinindunum burt úr helgidóminum;6því vorir feður hafa misgjört og aðhafst það, sem illt er í augsýn Drottins vors Guðs, og yfirgefið hann, og snúið sínu augliti frá Drottins bústað, og snúið við (honum) bakinu.7Líka hafa þeir lokað dyrum á framhúsinu, og slökkt lampana, og ekkert reykverk gjört, og brennifórnir frambáru þeir ekki í helgidómi Ísraels Guðs.8Þá kom reiði Drottins yfir Júda og Jerúsalem, og hann gjörði þá að misþyrming, viðbjóð og athlátri, eins og þér sjáið með yðar augum.9Og sjá! vorir feður eru fallnir fyrir sverði, og vorir synir og dætur og konur eru, sakir þess, í fangelsi.10Nú er mér í sinni að gjöra sáttmála við Drottin, Ísraels Guð, að hans brennandi reiði snúist frá mér.11Mínir synir! tregðist ekki, því yður hefir Drottinn útvalið til að standa fyrir sér, að þjóna sér, og vera hans þénarar, sem honum gjöri reyk.
12Þá tóku Levítarnir sig til, Mahat, sonur Amasai, og Jóel, sonur Asaría, af sonum Kahatítanna; og af sonum Merarítanna: Kís, sonur Abdis, og Asaría, sonur Jehaleols; og af Gersonítum: Jóa, sonur Simma, og Eden, sonur Jóas;13og af sonum Elisafans: Simri og Jegiel; og af sonum Asafs: Sakaría og Matanía;14og af sonum Hemans: Jehíel og Simeí; og af sonum Jedutuns: Semaja og Usíel.15Og þeir samansöfnuðu sínum bræðrum, og helguðu þá, og komu, eftir boði kóngsins, samkvæmt orði Drottins, til að hreinsa Drottins hús.16Og prestarnir gengu inn í Drottins hús til að hreinsa, og koma burt öllum óhreinindum, sem þeir fundu í húsi Drottins, í framhúsi Drottins húss; og Levítarnir tóku við þeim og komu þeim í lækinn Kidron.17Og þeir byrjuðu að helga á fyrsta degi fyrsta mánaðar, og á áttunda degi mánaðarins komu þeir í Drottins framhús, og helguðu Drottins hús í átta daga, og á 16da (degi) þess fyrsta mánaðar höfðu þeir aflokið (verkinu).18Þá gengu þeir inn fyrir Esekías kóng og sögðu: vér höfum hreinsað allt Drottins hús, og brennifórnaaltarið, og öll þess tól, og skoðunarbrauðaborðið og öll þess áhöld; og öll þau verkfæri sem Akas kóngur vanhelgaði, meðan hann ríkti, með sínum misgjörningum, höfum vér tilreitt og helgað; og sjá! þau eru hjá altari Drottins.
20Þá var Esekías kóngur snemma á fótum, og samansafnaði höfðingjum staðarins og gekk í Drottins hús.21Og þeir framleiddu 7 naut, 7 hrúta, 7 lömb, og 7 geithafra, til syndafórnar fyrir ríkið og fyrir helgidóminn og fyrir Júda. Og hann skipaði sonum Arons prestunum, að fórnfæra á Drottins altari.22Þá slátruðu prestarnir nautunum, og tóku blóðið, og stökktu því á altarið, og slátruðu hrútunum og stökktu blóðinu á altarið, og slátruðu lömbunum og stökktu blóðinu á altarið.23Og þeir leiddu fram syndafórnarhafrana fyrir konunginn og söfnuðinn, sem lögðu sínar hendur á þá,24og prestarnir slátruðu þeim, og stökktu þeirra blóði til syndalausnar á altarið, til að friðþægja fyrir allan Ísrael; því fyrir allan Ísrael hafði kóngurinn boðið (að frambera) brennifórn og syndafórn.25Og hann setti Levítana í Drottins hús með horn, hörpur og hljóðpípur eftir boði Davíðs og Gaðs, kóngsins sjáanda, og Natans spámanns; því af Drottni skeði boðorðið fyrir (munn) hans spámanna.26Og Levítarnir stóðu með hljóðfæri Davíðs og prestarnir með básúnurnar.27Og Esekías bauð að offra brennifórn á altarinu; og sem brennifórnin byrjaði, hófst söngur Drottins með básúnunum og hljóðfærum Davíðs, Ísraelskóngs.28Og allur söfnuðurinn féll fram og söngurinn hljómaði og básúnurnar gullu, þangað til brennifórninni var lokið.29Og þegar brennifórnin var fullgjörð, hneigði kóngur sig og allir sem hjá honum voru og tilbáðu.30Og Esekías kóngur og þeir æðstu, skipuðu Levítunum að syngja Drottni lof með orðum Davíðs og Asafs sjáanda. Og þeir sungu lof með fögnuði og hneigðu sig og tilbáðu.31Og Esekías byrjaði svo og mælti: nú eruð þér með fulla hönd komnir fyrir Drottin, gangið nú að og berið í Drottins hús sláturfórnina og þakkaroffrið og allar fríviljugar brennifórnir.32Og tala brennifórnanna sem söfnuðurinn fram lét, var: 70 naut, hundrað hrútar, 2 hundruð lömb; það allt til brennifórnar Drottni;33og helguð voru 6 hundruð naut og 3 þúsund sauða.34Einasta voru prestarnir offáir, og þeir gátu ekki flegið allar brennifórnirnar; þá hjálpuðu þeim, þeirra bræður, Levítarnir, þangað til starfanum var lokið, og þangað til þeir (aðrir) prestar höfðu helgað sig, því Levítarnir höfðu verið einlæglegri í því að helga sig, en prestarnir.35En líka voru brennifórnirnar margar með þakkarfórnarinnar fitustykkjum og með dreypifórninni til brennifórnarinnar. Og svo varð þénustu Drottins húss ráðstafað.36Og Esekías gladdist og allt fólkið af því að Guð hafði gefið gaum fólkinu; því skjótlega var þetta gjört.