Uppörvan til stöðuglyndis í trúnni og hlýðni við Krist.

1Fyrst vér erum umkringdir af slíkum vitna fjölda, þá léttum á oss allri byrði og viðloðandi synd, og rennum þolgóðir skeið það, sem oss er fyrirsett horfandi til trúarinnar uppbyrjara og fullkomnara Jesú,2sem í stað gleði þeirrar, er hann átti kost á, þoldi krossfestingu, og hann, sem mat einskis þótt hann smánaður væri, situr nú hægramegin við Guðs hásæti.3Gætið að þeim, sem slík mótmæli þoldi gegn sér af syndurunum, svo þér ekki þreytist og látið hugfallast í hjörtum yðrum.
4Enn þá, sem komið er, hefir yðar stríð við syndina ekki kostað yður blóð,5(og þó hafið þér gleymt þeirri huggunargrein, sem ávarpar yður eins og börn: Son minn, lítilsvirtu ekki hirtingu Drottins og láttu ekki heldur hug þinn falla, þó hann vandi um við þig)6því hvörn þann Drottinn elskar, hinn sama agar hann og tyftar, hvörn þann son harðlega, er hann að sér tekur.7Ef þér umberið hirtinguna, þá fer Guð eins með yður, sem börn sín;8því hvör er sá sonur, sem faðirinn ekki agi? en séu þér án hirtingar, í hvörri allir hafa tekið hlutdeild, þá eruð þér í sannleika launsynir, en ekki skilgetin börn.9Ef nú vorir holdlegu feður eru vorir tyftunarmenn og vér samt berum virðingu fyrir þeim, skyldum vér þá ekki miklu heldur vera undirgefnir andanna Föður, svo að vér megum lifa?10því þeir öguðu oss um fáa daga eftir því, sem þeim leist, en hann hirtir oss sjálfum oss til góða, til þess vér verða skulum hluttakendur hans heilagleika.11En öll hegning þykir heldur vera sorgar- en gleðiefni, meðan á henni stendur; en eftir á gefur hún þeim, sem við hana hafa fullkomnast, heilsusaman ávöxt ráðvendninnar.
12Réttið því hinar magnvönu hendurnar og þau máttþrota hnén,13og stígið óskeift með fótum yðrum, svo að sá hinn fatlaði limur ekki vindist heldur læknist.14Stundið eftir friðsemi við alla og heilagleikanum, án hvörs enginn kann Drottin að sjá.15Hafið gát á að enginn sleppi af Guðs náð, að engin beisk rót renni upp, sem truflun af stað komi og margir þess vegna saurgist.16Að enginn yðar sé frillulífismaður né vanheilagur eins og Esaú, sem fyrir einn málsverð seldi sinn frumgetningarrétt.17Því þér vitið að honum var synjað, þá hann síðan vildi öðlast blessunina, því hans iðran var árangurslaus, þótt hann leitaði þess með tárum;18því þér eruð ekki komnir til fjalls þess, sem þreifanlegt er, eða elds þess, er brenni, né til þoku,19myrkurs eða óveðurs eða básúnuhljóms eða hinnar talandi raustar, hvörrar áheyrendur beiddust að ekki væri lengur til sín talað20(því þeir stóðust ekki þá skipun, að jafnvel eitt dýr skyldi grýtast ef það snerti við fjallinu,21og svo var það ógurlegt, sem fyrir augu bar, að Móses sagði: eg em hræddur og skjálfandi),22heldur eruð þér komnir til fjallsins Síon og borgar Guðs lifanda, hinnar himnesku Jerúsalem, og englanna mörgu þúsunda til samkvæmis23og samkundu hinna frumgetnu, hvörra nöfn eru skrifuð á himnum og til Guðs allra dómara24og til anda réttlátra, sem algjörðir eru orðnir og til Jesú meðalgangara ens nýja sáttmála og til þess ádreifða blóðs, sem betur talar a) enn Abel. 24. Sjáið við því að þér ekki útskúfið þeim, er talar, því ef þeir sluppu ekki strafflaust, sem útskúfuðu þeim, sem á jörðu talaði Guðs erindi, þá munum vér því síður það geta, ef vér þversköllumst við þann, er frá himni talar, hvörs raust að þann tíð skók jörðina, 26. en nú hefir hann kunngjört b) segjandi: enn nú einu sinni mun eg skaka ekki einungis jörðina heldur og svo himininn, 27. en þetta orð: enn nú einu sinni gefur að skilja, að þeir skeknu hlutir skuli umbreytast, svo sem þeir, er með höndum séu gjörðir, svo að það vari við, sem óskekið er. 28. Látum oss því, er fengið höfum eitt óbifanlegt ríki, sýna þakklátt hjarta, með hvörju vér þjónum Guði, upp á honum þakknæmilegan máta, með blygðunarsemi og lotningarfullum ótta. 29. Því vor Guð er fortærandi eldur.

V. 1. Róm. 6,4.13. 2 Kor. 7,1. 1 Pét. 2,1. 1 Kor. 9,24. Fil. 3,13.14. V. 2. Lúk. 24,26.46. Post. g. b. 3,15. 5,30. Hebr. 1,13. 8,1. V. 3. Lúk. 2,34. V. 4. 1 Kor. 10,13. V. 5. Job. 5,17. Orðskv. b. 3,11.12. V. 6. Opinb. b. 3,19. V. 9. 4 Mós. b. 16,11. 27,16. Esa. 57,6. V. 12. Esa. 35,3. V. 13. Sálm. 73,2. V. 14. Róm. 12,18. 2 Tím. 2,22. Matt. 5,8. V. 15. 2 Kor. 6,1. V. 16. Efes. 5,3. Kól. 3,5. 1 Mós. b. 25,33. V. 17. 1 Mós. b. 27,34. fl. V. 18. 2 Mós. b. 19,12. V. 19. 2 Mós. b. 20,19. 5 Mós. b. 5,25. fl. 18,16. V. 20. 2 Mós. b. 19,12.13. V. 21. 2 Mós. b. 19,16. V. 22. Esa. 2,2. Gal. 4,26. Opinb. b. 3,12. Dan. 7,10. V. 23. Lúk. 10,20. 1 Mós. b. 18,25. V. 24. Kap. 8,6.9. 9,15. 2 Mós. b. 24,8. 1 Pét. 1,2. Hebr. 10,22. a. Því það krefst ekki hefndar eins og Abels blóð, heldur lýsir synda kvittun. 1 Mós. 4,10. Hebr. 11,4. V. 25. Kap. 2,3. 10,29. V. 26. b. Nefnil: það, sem strax á eftirfylgir í sama versi. Hagg. 2,6. V. 27. Sálm. 102,27. 2 Pét. 3,10. V. 28. Fil. 2,12. V. 29. 5 Mós. b. 4,24. 9,3. Esa. 30,27.