Sama efni.

1Hún nær volduglega frá einum enda (jarðarinnar) til annars, og niðurskipar öllu vel.2Þessa elskaði eg og elti frá minni æsku: eg leitaðist við að leiða hana heim til mín, sem brúður og elskaði hennar fegurð.3Hún hrósar sinni ætt, að því leyti hún umgengst Guð; og Drottinn allra hluta elskar hana.4Því hún er kunnug Guðs skilnings leyndardómum, og velur hans verk.5Sé auðlegð æskilegt hnoss í þessu lífi: hvað er þá auðugra en spekin, sem aflar alls?6En ef að hyggindin eru aflasöm: hvör meðal allra er meiri meistari en hún?7Og elski menn réttvísi: hennar (spekinnar) verk eru dyggðir; því hófsemi og hyggindi kennir hún, réttvísi og hugprýði, sem er það hollasta í manna lífi.8En ef menn girnast mikla reynslu, þá veit hún hið umliðna og ræður í það ókomna; hún skilur talsins huldu meiningu, og leysir úr gátum; teikn og undur þekkir hún fyrirfram og endir tækifæris og tíma.9Þess vegna einsetti eg mér að flytja hana heim til mín sem stallsystir; því eg vissi upp á víst að hún mundi ráða mér heilt og hugga mig í áhyggjum og sorg.10„Fyrir hennar sakir, (hugsaði eg) mun eg fá hrós meðal fólksins, og heiður hjá gömlum og ungum.11Í dómi mun eg þykja skarpvitur, og þeir voldugu munu dást að mér.12Þegi eg, munu þeir bíða þess eg tali, og tali eg, svo munu þeir hlýða á, og haldi eg talinu áfram, leggja hönd sér á munn.13Sakir hennar mun eg verða ódauðlegur, og eftirskilja eilífa endurminning hjá mínum eftirkomurum.14Eg mun stýra þjóðum, og lýðir munu verða mér undirgefnir.15Óttalegir týrannar munu óttast mig, þá þeir af mér spyrja; á mannfundum mun eg þykja duglegur, og í stríðum öruggur.16Í mitt hús inngenginn mun eg endurnæra mig á henni. Því engin beiskja er í umgengni við hana, né sorg í hennar félagskap, heldur glaðværð og fögnuður“.
17Þegar eg hugsaði þetta með sjálfum mér, og yfirvegaði í mínu hjarta, að ódauðlegleiki væri í sambúð við spekina,18og ágæt unaðsemd í hennar vinskap, og óforgengilegur auður í verkum hennar handa, og hyggindi að venja sig á, að umgangast hana, og nafnfrægð að tala við hana: svo fór eg um kring og leitaði, að eg næði henni til mín.
19En eg var velartað barn og hafði fengið góða sál;20eða þó heldur, af því eg var góður, svo kom eg (mín sál) í flekklausan líkama.21En þar eð eg vissi, að eg mundi ei geta náð (spekinni), nema Guð gæfi mér hana, (og jafnvel var hyggni að vita það, hvörs það er að gefa náðargjöf) svo sneri eg mér til Herrans, og bað hann og sagði af einlægu hjarta: