Hólofernes illskast. Ísraelítar leita Guðs.

1Og þegar buldur mannanna á samkomunni lægðist, mælti Hólofernes, æðsti herforingi þess assýriska hers, til Akior, í áheyrn alls fólks heiðingjanna og til Móabssona:2Hvör ert þú þá Akior og þér leiguliðar Efraims, að þú hefir spáð (prédikað) fyrir oss nú í dag, og sagt, að menn skuli ei berjast við Ísrael, þar eð þeirra Guð muni verja þá? Hvör er þá Guð nema Nebúkadnesar?3Þessi mun senda sinn her, og afmá þá af jörðunni, og þeirra Guð mun ekki frelsa þá; heldur munum vér hans þénarar vinna á þeim sem einn maður væri, og þeir munu ei standast fyrir voru riddaraliði.4Því vér munum troða þá í sundur með því, og þeirra fjöll munu fljóta í þeirra blóði, og þeirra vellir fyllast af þeirra líkum, og þeirra fætur munu ei standast fyrir vorri augsýn, heldur munu þeir fyrirfarast, segir kóngurinn Nebúkadnesar, herra allrar jarðarinnar; því hann mælti: orð míns fólks skulu ei vera hégómi.5En þú, Akior, leiguliði Ammons, þú sem hefir talað þessi orð, á degi þinnar sektar, þú skalt ekki framar sjá mitt auglit frá þessum degi, fyrr en eg hefi hefnt mín á þeirri þjóð, sem komin er úr Egyptalandi.6Og þá skal sverð míns herra, og fólk það sem mér þjónar, leggja í gegn þínar síður, og þú skalt falla meðal hinn felldu—þeirra á meðal, þá eg kem aftur.7Og mínir þrælar skulu flytja þig upp á fjallið, og láta þig í eina borgina á hæðunum,8og þú skalt ekki fyrirfarast fyrr en þú verður afmáður með þeim.9Og þar eð þú hefir þá von í þínu hjarta, að þeir verði ei unnir, svo þarf þitt andlit ekki að hræðast. Eg hefi þetta sagt, og ekkert mitt orð mun ógjört verða.
10Síðan bauð Hólofernes sínum þrælum sem stóðu í hans tjaldi, að handtaka Akior og flytja hann til Betylúa og afhenda hann Ísraelssonum.11Og hans þrælar handtóku hann og fóru með hann úr herbúðunum á sléttlendinu, og fluttu hann af sléttlendinu upp á fjallið. Og þeir komu að lindunum sem eru fyrir neðan Betylua.12Og sem staðarmennirnir á fjallsbrúninni sáu þá, tóku þeir sín vopn, og gengu úr staðnum, á fjallsbrúnina, og allir slöngumenn vörðu einstígið, og köstuðu steinum á þá.13Þá hopuðu þeir niður af fjallinu, og bundu Akior og létu hann liggja við fjallsræturnar, og gengu burt til hússbónda síns.
14Og Ísraelssynir komu niður úr sínum stað og gengu að honum (Akior) og leystu hann og fóru með hann til Betylua, og leiddu hann fyrir yfirmenn síns staðar.15En þessir voru á þeim tíma Osía, sonur Mika, af Simeons ættkvísl, og Kabris, sonur Gotoniels, og Karmis, sonur Melkiels.16Og þeir saman kölluðu alla öldunga staðarins, og þar samansöfnuðust allir ungir menn og konur á fundinn. Og þeir leiddu Akior mitt á meðal alls fólksins, og Ofia spurði hann um það er skeð var.17Og hann svaraði, og sagði þeim öll orð Hólofernes ráðs samkomu, og öll þau orð sem hann talaði mitt á meðal herforingja Assurssona, og hvörsu dramblátlega Hólofernes hefði talað móti Ísraelshúsi.18Og fólkið féll fram og tilbað Guð, hrópaði og sagði:19Herra, himinsins Guð, sjá þeirra dramb, og aumkastu yfir eymd vors fólks, og lít á andlit hinna heilögu á þessum degi!20Og þeir hughreystu Akior og hrósuðu honum mikið.21Og Ofia tók hann af samkomunni í sitt hús, og hélt öldungunum heimboð, og þeir ákölluðu Ísraels Guð um hjálp alla þá sömu nótt.