Burtförin úr Egyptalandi.

1Þá Ísrael fór burt úr Egyptalandi, Jakobs hús frá því fólki sem talaði útlenda tungu,2varð Júda hans helgidómur og Ísrael hans herradæmi.3Hafið sá það og flúði; Jórdan hrökk til baka,4fjöllin stukku sem hrútar, hæðirnar sem unglömb.5Hvað var þér, þú sjávarhaf! að þú flúðir? þér Jórdan! að þú hrökkst til baka?6Yður, þér fjöll! að þér stukkuð sem hrútar? þið hæðir! sem unglömb?7Bifast þú jörð fyrir Drottins augliti, fyrir augliti Jakobs Guðs!8sem gjörir vatnsríka tjörn úr klettinum, þann harða stein að vatnsríkri uppsprettu.