Heilags Anda sending á hvítasunnuhátíðinni; ræða Péturs um Krists pínu, upprisu, himnaför og sendingu heilags Anda; spurningar fólksins, ráð og uppörvan Péturs; 3000 kristnast; innbyrðis umgengni hinna fyrstu kristnu.

1En er hvítasunnudagurinn kom, vóru þeir allir með einum huga til samans.2Og þar varð skyndilega þytur frá himni, eins og aðdynjanda sterkviðris, og fyllti allt húsið þar þeir sátu í.3Og þeir sáu tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settu sig yfir sérhvern þeirra;4og þeir urðu allir fullir af heilögum Anda og tóku að tala annarlegum tungum, eins og andinn gaf þeim að tala.5En í Jerúsalem bjuggu Gyðingar; guðræknir menn af alls konar þjóðum undir himninum.6Þá nú þessi hvinur varð, kom mannfjöldinn til samans, og honum brá mjög við, er hver einn heyrði þá tala hans mál;7urðu þá allir svo sem frá sér og undruðust, segjandi hver til annars: sjá! eru ekki allir þessir, sem tala, úr Galíleu,8og hverninn heyrir þá hver af oss sitt móðurmál?9Parthar, Medar, Elamitar, vér sem heima eigum í Mesopótamíu, Judu, Kappadosíu, Pontus og Asíu,10í Frygíu og Pamfilíu, Egyptalandi og Lybíubyggðum í nánd við Syrene, vér Rómverjar hér búsettir;11Gyðingar, og vér sem Gyðingar höfum gjörst, Kretar og Arabar, vér heyrum þá tala á vorar tungur um Guðs stórmerki?12Hver maður varð frá sér numinn og efablandinn, og einn sagði til annars: hvað ætlar úr þessu að verða?13en aðrir spottuðust að þessu, segjandi: þeir eru fullir af sætu víni.
14Þá gekk Pétur fram ásamt þeim ellefu, hóf upp sína raust og talaði til þeirra: þér Gyðingar, góðir menn, og þér allir, sem í Jerúsalem búið! það sé yður vitanlegt, og látið yður orð mín í eyrum loða!15Ekki er það eins og þér hugsið, að þessir séu drukknir b), því að nú er þriðja stund dags;16heldur rætist hér hvað spámaðurinn Joel sagði:17„það skal ske á síðustu dögum a), segir Guð, eg vil úthella af mínum anda yfir allt hold; yðar synir og dætur skulu spá, yðar ungmenni sjá sjónir, og yðar öldungar fá draumvitranir;18yfir þjóna mína og ambáttir mínar vil eg á þeim dögum úthella af mínum anda, og þau skulu spá.19Og eg mun láta tákn ske á himnum uppi, og fyrirburði á jörðu, blóð, eld og reykjarsvælu.20Sólin skal snúast í myrkur og tunglið í blóð, áður en kemur hinn mikli dýrðlegi dagur Drottins;21en það skal ske, að hvör, sem nafn Drottins ákallar, sá mun verða hólpinn.“22Þér Ísraelsmenn, heyrið þessi orð: Jesúm frá Nasaret, mann þann er Guð auðkenndi fyrir yður með kraftaverkum, táknum og stórmerkjum, sem Guð lét ske fyrir hans hönd meðal yðar, eins og þér vitið;23hann hafið þér eftir Guðs ráðstöfun og fyrirætlun ofurseldan, tekið og með höndum óguðlegra krossfest og aflífað.24En þennan sama hefir Guð uppvakið og leyst úr dauðans böndum, því að ekki var það mögulegt, að dauðinn gæti haldið honum: því Davíð segir um hann:25„ætíð hefi eg Drottin fyrir augum mér, hann er mér til hægri hliðar, svo eg skelfist ekki;26því er mitt hjarta glaðvært og tunga mín fagnar. Þar fyrir skal og minn líkami hvíla vonglaður,27því þú munt ekki eftirskilja mína önd í ríki enna dauðu, né leyfa að þinn Heilagi sjái rotnun.28Kunna gjörðir þú mér lífsins vegu, þú munt mig með kæti fylla fyrir ásjónu þinni.“29Góðir menn og bræður! leyft sé mé einarðlega að tala við yður um forföðurinn Davíð: hann dó og var grafinn, og hans leiði er til hjá oss enn í dag.30En af því hann var spámaður, og vissi, að Guð hafði svarið honum, að einn hans afkomenda skyldi sitja á hans konungsstóli,31talaði hann af forspá um upprisu Krists; því ekki varð hans sála í dauðra ríki eftirskilin og líkami hans sá ekki heldur rotnun.32Þenna Jesúm uppvakti Guð frá dauðum, þess erum vér allir vottar;33þar fyrir þá hann, með Guðs hægri hönd var upphafinn, og hafði fengið fyrirheiti af Föðurnum um heilagan Anda, úthellti b) hann honum, eins og þér sjáið og heyrið.34Davíð sté ekki til himna, þó segir hann: „Drottinn sagði mínum Drottni: sestú við mína hægri hönd,35uns eg gjöri óvini þína að fótaskör þinni.“36Með óbrigðanlegri vissu viti þá allur Ísraelslýður, að Guð hefir gjört að Drottni og að Kristi þennan Jesúm, hvörn þér krossfestuð.
37En þá þeir heyrðu þetta, skárust þeir innvortis, og sögðu við Pétur og hina postulana: hvað skulum vér gjöra?38góðir menn og bræður! Pétur sagði þá til þeirra: takið sinnaskipti, og hvör yðar láti skíra sig til nafns Jesú Krists, til fyrirgefningar syndanna, þá munuð þér öðlast gjöf heilags Anda;39því að yður tilheyrir fyrirheitið og börnum yðar og öllum þeim sem í fjærlægð eru, hvörja helst Drottinn Guð vor kallar hér til.40Með öðrum fleiri orðum færði hann þeim heim sanninn og áminnti þá, svo segjandi: látið yður frelsa frá þessari þverbrotnu kynslóð!41Þeir, sem nú fúslega skipuðust við hans ræðu, létu skírast, og þar bættust við á þeim degi nær þrjár þúsundir manna;42héldu þeir sér stöðuglega við postulanna kenningu, í félagsskap, samnautn og bænahaldi;43og ótta sló yfir alla, því mörg tákn og stórmerki gjörðust af postulunum.
44En allir, sem trúaðir urðu, héldu saman og höfðu allt sameiginlegt.45Eignir sínar og góss seldu þeir, og úthlutuðu öllum þar af, eins og hvör hafði þörf á.46Daglega héldu þeir sér samhuga í musterinu, brutu brauð í heimahúsum, og nutu sinnar fæðu með glaðværð og hjartans einfaldleik,47lofuðu Guð og höfðu vinsæld af öllum lýð. En Drottinn bætti daglega við söfnuðinn þeim, sem hólpnir urðu.

V. 15. b. Um þriðju stundu dags (dagmál) var bænartími Gyðinga, og þá óleyfilegt nokkurs áður að neyta. V. 16. Jóel. 2,28–32. V. 17. a. Þ. e. þegar Messíæ ríki hefst. V. 24. Sálm. 18,6. V. 25. Sálm. 16,8–11. V. 29. 1 Kóng. 2,10. V. 30. 1 Kóng. 8,20. 2 Sam. 7,12. Sálm. 89,4.5. 132,11. V. 33. b. Þ. e. veitti ríkuglega, Jóh. 15,26. V. 34. Sálm. 110,1.