Löngun til unnustans.

1Lofkvæði af Salómon.2Hann kyssi mig með kossi síns munns! því dýrmætari eru þín blíðuatlot, heldur en vín.3Ilmurinn gjörir þín smyrsli elskuleg; úthellt viðsmjör er þitt nafn: því elska meyjarnar þig.4Tak þú mig með þér, þig viljum vér elta sem skjótast! konungurinn leiddi mig a) í sitt herbergi: vér viljum hafa fagnaðarlæti og gleðjast af þér, viljum vegsama þína elsku meir en vín; ráðvandir elska þig b).5Svört er eg, samt lystileg, Jerúsalemsdætur, eins og Kedars tjaldbúðir, eins og Salómons tjalddúkar;6takið ekki til þess, að eg er svo svört, að sólin hefir svo brennt mig! Synir móður minnar c) reiddust mér, létu mig vakta víngarð; minn víngarð, eigin (víngarð) vaktaði eg ekki.7Seg þú mér, þú, sem mín sál elskar, hvar heldur þú á beit (þinni hjörð), hvar hvílist þú um miðdegið? svo að eg ekki, örþreytt, ráfi um kring hjá hjörðum þinna stallbræðra.
8„Ef þú veist það ekki, þú fríðasta af konum, svo farðu eftir sporum hjarðarinnar, og haltu til haga þínum kiðum hjá bústöðum hirðanna!“9Ég líki þér, mín vinkona! við hrossin fyrir faraós vagni!10Lystilegar eru þínar kinnar undir perlusnúrunum, þinn háls undir eðalsteina (kórhalla) keðjunum.11Gullsnúru viljum vér gjöra þér, setta silfurhnöppum.
12„Meðan kóngurinn situr við sitt borð, gefur mín nardusolía sinn ilm. Minn vinur er mér myrrubindini, milli minna brjósta hvílir hann. 14. Minn vinur er mér kofervínberjagrein, úr víngörðunum í Engeddi.“
15. Sjá! fríð ert þú, mín vinkona! sjá! fríð ert þú! þín augu eru dúfur. 16. „Sjá! fríður ert þú, minn vinur! já, lystilegur, og vor sæng er græn. 17. Bitarnir í voru húsi eru sedrustré og hvelfing vor furutré.

V. 4. a. Aðr: þó kóngurinn leiddi etc. b. Aðr: einlæglega elska þær þig. V. 6. c. Máske hálfbræður.