Jesú himnaför; eindrægni lærisveinanna; ræða Péturs; Mattías valinn til postula.

1Fyrri frásöguna a) samda eg, kæri Teófílus! um allt hvað Jesús gjörði og kenndi,2allt til þess dags er hann var uppnuminn, eftir að hann hafði fyrir heilagan Anda boðorð g) gefið postulunum, þeim er hann útvalið hafði;3hvörjum hann og birtist lifandi eftir písl sína, með mörgum órækum kennimerkjum, þar eð hann lét þá sjá sig í fjörutíu daga og talaði við þá um Guðs ríki.4Nú þá þeir eitt sinn voru samankomnir, skipaði hann þeim að fara ekki burtu úr Jerúsalem, heldur bíða eftir fyrirheiti Föðursins, hvörs þér—sagði hann—hafið heyrt mig geta.5Jóhannes skírði með vatni, en þér skuluð skírðir verða með heilögum Anda, ekki mörgum dögum eftir þenna.6Þegar þeir voru nú þannig saman komnir, spurðu þeir: ætlarðú, herra! á þessum dögum að endurreisa Ísraelsríki?7Hann svaraði þeim: það er ekki yðar að vita tíðir eður tíma, hvörja Faðirinn hefur sett í sjálfs síns vald;8en þér skuluð öðlast kraft, þegar heilagur Andi yfir yður kemur, og þér skuluð mínir vottar vera í Jerúsalem og í öllu Gyðingalandi og í Samaríu og til jarðarinnar endimarka.9Í því hann sagði þetta, lyftist hann, að þeim ásjáandi, í loft upp, og ský nam hann frá augum þeirra.10Nú sem þeir störðu til himins, þá hann fór frá þeim, sjá! þá stóðu tveir menn hjá þeim í hvítum klæðnaði;11þeir sögðu: Galíleisku menn! hví standið þér, og horfið til himins? þessi Jesús, sem uppnuminn er frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.12Þeir sneru þá aftur til Jerúsalem frá Viðsmjörsviðarfjallinu, er liggur í nánd við Jerúsalem, eina helgidagsleið þaðan c).13Og sem þeir komu í borgina, fóru þeir upp á loft eitt, hvar þeir áttu heima, Pétur og Jakob og Jóhannes og Andrés, og Thómas, Bartolómeus og Matteus, Jakob Alfeusson og Simon Selótes og Júdas, sonur Jakobs.14Þessir allir héldu saman með eindrægni í bæn og andakt, ásamt konunum og Maríu, móður Jesú, og bræðrum hans.
15Um þessar mundir stóð Pétur upp á meðal lærisveinanna (viðstaddir vóru þar hartnær hundrað og tuttugu manns) og mælti:16góðir menn og bræður! rætast hlaut Ritning sú, er heilagur Andi hafði fyrirsagt af Davíðs munni um Júdas, hver eð gjörðist leiðtogi þeirra, er gripu Jesúm.17Hann var talinn með oss, og hafði hlotið þetta embætti.18Þessi aflaði a) (greftrunar)reits fyrir verðlaun ódáðaverksins, steyptist á höfuðið, og brast sundur í miðju, svo öll innyflin féllu út.19Og er þetta kunnugt orðið öllum, sem búa í Jerúsalem; svo að þessi reitur er kallaður á þeirra tungu Akeldama, það er: Blóðsreitur.20Því er svo skrifað í Sálmabókinni: bústaður hans skal í eyði verða og enginn í honum búa; og á öðrum stað: við embætti hans taki annar.21Því hæfir, að einhver þeirra sem alla tíð hafa með oss verið, frá því að Drottinn Jesús tók að ganga út og inn með oss,22allt frá skírn Jóhannesar, til þess dags er hann var frá oss upp numinn, verði vottur hans upprisu meður oss.23Og þeir tóku tvo til, Jósep, kallaðan Barsabas, að auknafni Réttvís, og Mattías,24báðust fyrir og sögðu: Drottinn! þú, sem þekkir hjörtu allra, sýndú hvern þessara tveggja þú hefir valið,25til að taka hlutdeild þess embættis og postuladæmis, úr hverju Júdas gekk, að hann færi til síns staðar.26Þeir vörpuðu þá hlutum um, og hluturinn féll á Mattías; og hann var sameiginlega kosinn til postula með þeim ellefu.

V. 1. a. Þ. e. Lúkasarguðspjall. V. 2. b. Lúk. 24,47–49. Matt. 28,19–20. V. 9. Mark. 16,19. Lúk. 24,51. V. 12. c. Helgidagsleið var 2000 álnir. V. 13. Selótes, þ. e. vandlætari. V. 16. Sálm. 41,10. V. 18. a. Aflaði, nl. handa útlendum, sbr. Matt. 27.5–8. V. 20. Sálm. 69,26. Sálm. 109,8. V. 21. Að ganga út og inn með einum, er að hafa daglega umgengni við hann. V. 25. Staðar, nl. straffsins.