Samkundutjaldbúðin flutt til Síló; landinu lýst; hlutur Benjamíns ættkvíslar.

1Eftir þetta safnaðist allur söfnuður Ísraelsbarna í Síló og reistu þar samkundutjaldbúðina; þeir höfðu þá lagt undir sig allt landið.2En enn voru eftir 7 ættkvíslir af Ísraels börnum, sem ekki höfðu skipt þeirra erfðahluta.3Jósúa sagði þá til Ísraels barna: því eruð þér svo tómlátir, að þér farið ekki og takið það land, sem Drottinn Guð feðra yðar hefir gefið yður?4Veljið nú þrjá menn af hvörri ættkvísl, og eg vil senda þá út, og þeir skulu taka sig upp og fara um landið, og gjöra skriflega lýsingu yfir það eftir sérhvörs erfðahluta, og koma til mín aftur,5skiptið svo landinu í sjö parta; Júda ættkvísl skal standa á sínum landamerkjum að sunnanverðu, og Jóseps afkomendur að norðanverðu;6en þér skuluð gjöra lýsingu yfir þessa sjö hluti landsins, og færið mér hana hingað, svo skal eg kasta hlutkesti fyrir yður, fyrir augliti Drottins vors Guðs.7Því Levítarnir fá engan hlut á meðal yðar, þeirra hlutur er kennimannskapur Drottins; Gað og Rúben og helmingur Manassis ættkvíslar hafa tekið sína hluti hinumegin fyrir austan Jórdan, sem Móses Drottins þjón úthlutaði þeim.8Þessir menn tóku sig upp og fóru, og bauð Jósúa þeim, þá þeir fóru, að gjöra lýsingu yfir landið og sagði: farið þið nú af stað, og ferðist um landið, gjörið lýsingu yfir það og komið svo til mín aftur, og þá vil eg kasta hlutkesti yður til handa fyrir Drottins augliti í Síló.9Þeir fóru, ferðuðust um landið og skrifuðu lýsingu þess í eina bók, eftir borgunum og eftir þeim sjö erfða hlutum og komu til Jósúa í herbúðirnar í Síló;10kastaði Jósúa hlutum fyrir þá í Síló, fyrir augliti Drottins, og skipti þar landinu milli Ísraels barna, eins og hlutir féllu.
11Kom þá (fyrst) upp hlutur Benjamíns ættkvíslar, eftir kynþáttum hennar; og landamerki arfahluta hennar urðu á milli landa þeirra Júda og Jóseps niðja:12landamerki þeirra stefna til norðurs frá Jórdan, og liggja upp fyrir norðan Jeríkó, og vestur yfir fjallið, og enda í eyðimörkinni hjá Betaven.13Þaðan liggja takmörkin til Lús, nefnilega sunnanvert við Lús, öðru nafni Betel, svo niður til Atarot-Addar yfir fjallið, sem er fyrir sunnan Neðra-Bethoron;14beygjast þá landamerkin vestur á við fyrir sunnan það fjall, sem liggur mót suðri þvers yfir frá Bethoron og enda við Kirjat-Baal, það er Kirjat-Jearim, sem er ein af borgum Júda ættkvíslar; þetta voru takmörkin að vestanverðu.15Syðra hornlið liggur frá endanum á Kirjat Jearim og ganga landamerkin til vesturs, og ná að Neftóaks vatnsuppsprettu,16þá liggja þau niður til fjallsendans, sem gegnt liggur Hinnomssonardal, norðanvert í Risadalnum, svo ofan í Hinnomsdal sunnanvert við Jebúsíta land og niður til Rógelslindar;17Síðan beygja landamerkin sig norður á við til Ensemes, þá til Gelilot, sem liggur þar gegnt, sem gengið er upp til Adumím, þaðan niður til Steins Bohans Rúbenssonar.18Síðan liggja þau til hliðar, þvers yfir frá Araba til norðurs og niður til Araba, þá ganga landamerkin norður með Bethogla,19og lenda í norðurvík Saltasjóar við suðurenda Jórdanar; þessi eru landamerkin að sunnanverðu;20en að austanverðu er Jórdan landamerkin. Þetta var Benjamínsniðja og þeirra kynþátta arfahluti, með sínum takmörkum allt í kring.
21Þessir eru staðir Benjamíns ættkvíslar og hennar kynþátta, Jeríkó, Bethogla, Emek-Kesis,22Betaraba, Semaraím, Betel.23Avím, Para, Ofra,24Kefar-Amonai, Ofni, Gaba, eru það tólf staðir með þorpum, sem þar til heyra;25Gibeon, Rama, Beerot,26Mispe, Kefíra, Mosa,27Rekem, Jirpeel, Tarala,28Sela, Elef og Jebús, (það er Jerúsalem) Gíbeat og Kirjat, fjórtán staðir með tilheyrandi þorpum; þetta var erfðahluti Benjamínsniðja eftir þeirra kynþáttum.