Davíð flýr til Nobe og þaðan til Akis kóngs í Gat.

1Og Davíð kom til Nobe a), til prestsins Abímeleks, og Abímelek gekk strax á móti Davíð, og mælti: hvar fyrir ertu einsamall og enginn maður með þér?2Og Davíð sagði til prestsins Abímeleks: kóngurinn hefir trúað mér fyrir erindi nokkru og mælti við mig: enginn maður má vita neitt af þessu erindi vegna hvörs eg sendi þig, og sem eg hefi boðið þér; og sveinana lét eg frá mér á þeim sama stað.3Og nú, hvað er þér fyrir hendi? gefðu mér 5 brauð eða hvað þú hefir.4Og presturinn svaraði Davíð og mælti: hér er ekkert almennilegt brauð til, heldur þau heilögu brauð; hafi þénararnir aðeins haldið sér frá konum b).5Og Davíð svaraði prestinum og sagði til hans: kvenna er oss varnað síðan í gær og fyrradag, að eg fór af stað, og ker þénaranna voru hrein c), og nú eru þau (brauðin) á leið að verða almennileg, því í dag á að láta ný skoðunarbrauð á borðið d).6Þá gaf presturinn honum það heilaga brauð, því þar var ekkert brauð nema skoðunarbrauð e), sem menn tóku frá Drottins augliti, til þess að leggja þar aftur volgt brauð, daginn sem hitt (brauðið) var burt tekið.7En þar var inni maður nokkur sama dag af þjónum Sáls frammi fyrir Drottni, að nafni Doeg, Edomíti, umsjónarmaður yfir Sáls hirðurum.8Og Davíð sagði til Abímeleks: er þér ekki við hönd spjót eða sverð? því hvörki mitt sverð né mín vopn hefi eg tekið með mér, því kóngserindið bar brátt að.9Og presturinn mælti: sverð Golíats Filisteans, sem þú felldir í Eikidalnum, sjá! það er sveipað dúk, á bak við hökulinn, viljir þú taka það, svo taktu það! því hér er ekkert annað, en það. Og Davíð mælti: þess maki er ekki til, fáðu mér það.
10Svo tók Davíð sig upp, og flúði þann sama dag fyrir Sál, og kom til Akis kóngs í Gat f).11Og þjónar Akis töluðu um hann: er þetta ekki Davíð, landsins konungur? sungu þær ekki (konurnar) um hann honum til vegs, segjandi: Sál felldi sína þúsund og Davíð sín 10 þúsund g)?12Og Davíð lagði þessi orð upp á sitt hjarta, og hræddist Akis kónginn í Gat.13Og hann lést vera vitskertur fyrir þeirra augum og hagaði sér álfslega, rispaði vængjahurð hallardyranna og skyrpti í skeggið.14Þá mælti Akis til sinna þénara: sjá! þar sjáið þér mann sem hagar sér sem vitfirringur; því komið þér með hann til mín?15Hefi eg ekki nóg af vitfirringum? að þér komuð með þenna til að haga sér aflægislega? skal hann koma í mitt hús?

V. 1. a. Neh. 11,32. V. 4. b. Ex. 19,15. V. 5. c. Lev. 11,32. fl. d. Ex. 37,17. V. 6. e. Lev. 24,5. fl. Matth. 12,4. Lúc. 6,3. V. 10. f. Kap. 27,2. V. 11. g. Kap. 18,7. Sir. 47,8.