Selofeaðsdætur. Jósúa er settur til að vera eftirmaður Mósis.

1Og dætur Selofeaðs, sonar Hefers, sonar Gileaðs, sonar Makírs, sonar Manassis, af ætt Manassis sonar Jóseps, sem hétu Mahela, Noa, Hogla, Milka og Tirsa,2komu og gengu fram fyrir Móses, prestinn Eleasar, höfðingjana og allan lýðinn við innganginn í samkundutjaldbúðina og sögðu:3faðir vor dó í eyðimörkinni og var hann þó ekki í flokki þeirra sem settu sig í móti Drottni ásamt Kóra, er dó vegna syndar sinnar. En hann átti enga syni;4hvörs vegna skal nú nafn föður vors afmást úr ætt hans, af því hann ekki átti son? gef oss eignir meðal föðurbræðra vorra!5Og Móses flutti mál þeirra fyrir Drottin.6Þá mælti Drottinn við Móses og sagði:7dætur Selofeaðs töluðu sennilega; gef þeim fasteign meðal föðurbræðra sinna er að erfðum gangi; fasteign föður þeirra skaltu láta ganga til þeirra.8En við Ísraelsbörn skaltú mæla þessum orðum: þegar maður deyr og á ekki son, þá skuluð þér láta eign hans ganga til dóttur hans;9en eigi hann enga dóttur, skuluð þér láta eign hans ganga til bræðra hans;10en ef hann enga bræður á, skuluð þér fá föðurbræðrum hans eign hans;11en eigi hann enga föðurbræður, skuluð þér fá þeim nánasta náunga af ætt hans eign hans, og hann skal eignast hana. Þetta skal vera ævarandi lögmál fyrir Ísraelsbörn eins og Drottinn bauð Móses.
12Eftir þetta sagði Drottinn við Móses: gakk upp á fjallið Abarim, og lít yfir landið sem eg hefi gefið Ísraelsbörnum;13og sem þú hefur litið það, skaltu einnig safnast til feðra þinna eins og Aron bróðir þinn,14sökum þess að þið vóruð mér óhlýðnir í eyðimörkinni Sín, þegar lýðurinn möglaði, og þið með vatninu áttuð að gjöra mína dýrð kunna, þar af draga Meríbasvötnin hjá Kades í eyðimörkinni Sín nafn sitt.15Og Móses talaði við Drottin og sagði:16Drottinn, Guð alls þess sem lífsanda dregur! set einn mann yfir söfnuðinn,17sem gangi fyrir þeim út, og gangi fyrir þeim inn, sem leiði þá út og inn, svo söfnuður Drottins sé ei eins og hjörð sú er engan hirði hefir.18Þá sagði Drottinn við Móses: tak Jósúa son Núns, andinn er yfir honum, og legg hendur yfir hann,19lát hann ganga fram fyrir prestinn Eleasar, og allan söfnuðinn, og seg honum í þeirra áheyrn, hvað hann gjöra skuli;20fá honum nokkuð af tign þinni, svo að allur lýður Ísraelsbarna hlýði honum;21og hann skal ganga fram fyrir prestinn Eleasar, a) er hann skal leita úrskurðar hjá ljósinu b) frammi fyrir Drottni; að hans boði skulu þeir ganga inn, bæði hann og öll Ísraelsbörn með honum og gjörvallur lýðurinn.22Og Móses gjörði eins og Drottinn hafði boðið honum, hann tók Jósúa, lét hann ganga fram fyrir prestinn Eleasar og allan söfnuðinn,23lagði hendur sínar yfir hann og sagði honum hvað hann gjöra skyldi, eftir því sem Drottinn hafði talað fyrir Mósen.

*) Þ. e. eld ekki tekinn af brennifórnaraltarinu. V. 14. Þ. e. með því að útleiða vatnið af hellunni. Sjá 20,12. V. 17. Þ. e. sem ráði fyrir þeim í friði og stríði. V. 21. a) Nl. í öllum vandasömum efnum. b) Sjá 2 Mós. b. 28,30.