Um þá fórn sem Guði þóknast.

1Hvör sem lögmálið heldur, sá fórnar ríkuglega.2Sá sem gefur gaum boðorðunum, framber þakkarfórn.3Sá sem þakkar Guði, framber matoffur;4og sá sem velgjörð veitir, þakkarfórn.5Velþóknan Drottins er, að menn láti af illu, og forlíkun, að hætta á ranglæti.6Kom ekki tómhentur fyrir Drottins auglit.7Slíkt allt, fyrir sakir boðorðsins.8Fórn hins réttláta gjörir altarið feitt, og hennar ilmur (kemur) fyrir Drottin.9Fórn hins réttláta manns er þægileg, og endurminning hennar gleymist ekki.10Heiðra Drottin með góðu auga (örlæti), og vertu ei nískur á frumgróða þinna handa.11Hýrga þitt yfirbragð við hvörja gáfu, og helga tíundirnar með fögnuði.12Gefðu þeim æðsta, eftir sem hans gjöf er, og eftir þínum handafla, með góðu auga.13Því Drottinn er sá sem umbunar, og sjöfaldlega mun hann þér það umbuna.
14Ekki skaltu reyna til að múta (Drottni), hann tekur ekki við mútu.15Og treystu ei ranglátri fórn; því Drottinn er dómari og hjá honum gildir enginn manna munur.16Hann lætur manna mun ekkert gilda gegn þeim fátæka, og heyrir bæn þess sem óréttinn þolir.17Hann forsmáir ei bæn þess föðurlausa, né ekkjunnar, þá hún úteys sinni umkvörtun.18Fljóta ei tár ekkjunnar niður eftir kinnunum,19og áklaga þau ekki þann sem þau útpressaði?
20Sá sem þjónar Guði velþóknanlega, mun verða meðtekinn og hans bæn kemur upp til skýjanna.21Bæn ens volaða þrengir sér í gegnum skýin, og hann (sá volaði) huggast ekki fyrr en hún nálgast (Guð) og hann lætur ei af fyrr en sá æðsti lítur þar á; og hann mun rétt dæma og láta dóminum verða framgengt (dóm gjöra).22Og Drottinn mun ekki tefja né biðlund hafa við þá, þangað til hann sundurmer lendar hinna ómiskunnsömu.23Og hann leggur hefnd á þjóðirnar, þangað til hann hefir tortínt öllum fjölda þeirra grimmu og brotið sprota enna ranglátu;24þangað til hann hefir goldið manninum eftir hans verkum, og verkin mannanna eftir þeirra hugsunum (umbunað).25Þangað til hann hefir dæmt dóm síns fólks og glatt þá með sinni miskunn.26Hagkvæm er miskunn hans á neyðarinnar tíð, eins og regnský í þurrki.