Umkvörtun hvað menn eru vondir.

1Til hljóðfærameistarans, að spila á flautu. Kennsluljóð Davíðs.2Heimskinginn segir í sínu hjarta: „þar er enginn Guð.“ Vond og viðurstyggileg eru þeirra verk, þar er enginn sem gjöri gott.3Guð lítur af himni niður yfir mannanna börn, til að sjá hvört nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs.4Þeir eru allir fallnir frá, allir spilltir, þar er enginn sem gjörir gott, ekki einn.5Ætla þeir komi ekki til viðurkenningar sem rangt gjöra, þeir sem uppeta mitt fólk, eins og brauð, og ei ákalla Guð?6Jú! þeir munu verða óttaslegnir, þar sem ekkert er að óttast, því Guð tvístrar þeirra beinum sem setja herbúðir móti þér, þú gjörir þá til skammar, því Guð hefur útskúfað þeim.
7Frá Síon komi Ísrael frelsi! leiði Guð til baka sitt hertekna fólk, þá mun Jakob fagna, og Ísrael gleðst.