Undirokun með ýmsu móti eykur lífsins armæðu. Vísdómsins hrós.

1Og í annan stað sá eg alla þá undirokun, sem viðgengst (skeður) undir sólunni; og sjá! þar var grátur þeirra undirþrykktu, og enginn huggaði þá; og ofbeldi af hendi þeirra sem undirþrykktu þá, og enginn sem huggaði þá.2Þá kallaði eg þá sæla sem fyrir löngu voru dauðir, framar en þá lifandi, sem enn voru á lífi.3En sælli heldur en þessir hvörutveggju er sá, sem enn er ei til orðinn, sem ekki hefir séð þau vondu verk sem viðgangast undir sólunni.4Framvegis skoðaði eg allt erfiði og alla áreynslu við því sem gjört er; að sá eini maður öfundar hinn annan, þetta er og svo hégómi og skapraun.5Dárinn leggur hendur í skaut, og etur sitt eigið hold, (plágar sjálfan sig).6Einn handfyllir með ró er betri en báðar höndur fullar, með mæðu og skapraun.7Og aftur sá eg hégóma undir sólunni.8Þar var maður einsamall, og ekki annar með, hann átti hvörki son né bróður, og þó er enginn endi á hans erfiði, og hans augu mettast aldrei af auðlegð, og (þó segir hann ekki) fyrir hvörn erfiða eg og synja minni sálu um það góða?9Betri er tveir en einn, þeir hafa góð laun fyrir sitt erfiði.10Falli annar þeirra, getur hinn reist á fætur sinn stallbróður; sá er illa farinn sem er einn; ef hann dettur, þá er enginn annar til að reisa hann á fætur.11Ennfremur þegar tveir sofa saman, þá hafa þeir hita, en sá sem er einn, hvörnig getur honum hitnað?12Og gjöri einhvör árás, þá geta tveir veitt mótstöðu; þrefaldur þráður slitnar ekki auðveldlega.13Betri er fátækur unglingur, sem er hygginn, heldur en konungur, enn þótt gamall, sem er dári og jafnvel veit ekki að þiggja ráð;14því hann gekk út af fangelsi til að ríkja, já, í sínu kóngsríki var hann fæddur fátækur.15Og eg sá alla þá sem lifðu, sem gengu undir sólunni, með þeim unga, sem koma átti í hins stað.16Og þá var enginn endir á því fólki, á öllum þeim sem voru á undan, ekki heldur á þeim sem komu á eftir, og höfðu samt ei af því fögnuð. Vissulega er þetta og svo hégómi og skapraun.