1.) Kain myrðir sinn bróður. 2.) Kains ættleggur. 3.) sem fæðist.

11.) Og Adam kenndi konu sinnar Evu, og hún varð þunguð, og fæddi Kain, og mælti: mann hefi eg fengið af Drottni. (49,25.)2Og hún fæddi í annað sinn bróður hans Abel. Og Abel varð fjárhirðir, og Kain jarðyrkjumaður.3Og það skeði þá framliðu stundir, að Kain færði Drottni fórn, gróða jarðarinnar;4en Abel kom og með af frumburðum sinnar hjarðar, og af þeirra feiti.5Og Drottinn leit til Abels og hans fórnar; en til Kains og hans fórnar leit hann ekki; þá reiddist Kain ákaflega og hans andlit varð niðurlútt.6Þá sagði Drottinn til Kains: því reiddist þú svo, og því ertu svo niðurlútur?7Er ekki svo? Ef þú hefur rétt gjört (offrað guðrækilega) þá þarftu ei að vera niðurlútur; en ef þú gjörir ekki rétt, þá liggur syndin við dyrnar, og langar til að stökkva á þig, en drottna þú yfir henni!8Eftir þetta kom Kain að máli við Abel bróður sinn, og það skeði, þá þeir voru á akri, að Kain reis á móti bróður sínum Abel og drap hann.9Þá sagði Drottinn við Kain: hvar er Abel bróðir þinn?10Og hann mælti: það veit eg ekki; á eg að vakta (hann) bróður minn? Og hann sagði: hvað hefur þú gjört? rödd þíns bróður hrópar til mín af jörðunni;11og sértu nú bölvaður á jörðunni, sem opnaði sinn munn til að taka á móti blóði bróður þíns af þinni hendi.12Þegar þú erjar jörðina skal hún hér eftir ekki gefa þér sinn gróða, landflótta og flakkandi skaltu vera á jörðunni.13Og Kain sagði til Drottins: mín synd er stærri en svo, að eg geti hana borið!14sjá! þú hefir í dag rekið mig í útlegð, og eg verð að felast fyrir þínu augliti, og vera útlagi, á sífelldu flakki. Hver sem hittir mig mun drepa mig.15Og Drottinn sagði til hans: það skal ekki ske, hver sem drepur Kain, þess skal hefnt verða sjöfaldlega. Og Drottinn gaf Kain teikn, að enginn sem hitti hann skyldi hann drepa.16Og svo gekk Kain burt frá Drottins augliti, og bjó í landinu Noð (útlegð) fyrir austan Eden.
172.) Og Kain kenndi sinnar konu, og hún varð ólétt, og fæddi Henok; og hann byggði stað, og kallaði nafn staðarins eftir nafni sonar síns: Hanok.18Og Hanoki fæddist Irað, og Irað gat Mahujael, og Mahujael gat Metusael og Metusael gat Lamek.19Og Lamek tók sér tvær konur; hét önnur Ada, en hin Silla.20Ada fæddi Jabal; sá hinn sami var faðir þeirra sem bjuggu í tjöldum og fjárhirðara.21Og nafn bróður hans var Jubal; hann hinn sami var faðir allra sem fóru með hörpur og hljóðpípur.22Og Silla ól líka Tubalkain, sem smíðaði úr kopar og járni alls lags tól, og systir Tubalkains, Naema.23En Lamek sagði við konur sínar Adu og Sillu: heyrið mín orð, þið Lameks konur! gefið gaum að mínu tali! sannarlega drep eg hvern mann sem særir mig, og hvert ungmenni sem meiðir mig.24Kains skyldi hefnt verða sjö sinnum, en Lameks sjö og sjötíu sinnum.
253.)Og Adam kenndi enn á ný sinnar konu, og hún ól son og kallaði hann Set; því nú hefir Guð, sagði hún, gefið mér afkvæmi, í stað Abels sem Kain drap.26En Set fæddist og sonur; hann var nefndur Enos. Um það leyti byrjuðu menn að ákalla nafn Drottins.