Jóhannes skírir og kennir; er settur í myrkvastofu; skírir Jesúm. Ættartala Jesú.

1Á fimmtánda ríkisári Tíberíusar keisara, þegar Pontíus Pílatus var landshöfðingi í Júdeu, Heródes fjórðungshöfðingi í Galíleu, en Filippus bróðir hans í Ítúríu og Trakonítis, og Lysanías í Abílenu;2þegar þeir Annas og Kaífas voru æðstu prestar; þá kom orð Guðs til Jóhanesar Sakaríassonar, er var í óbyggðum,3og hann fór um öll þau héröð, er liggja við Jórdan og kenndi, að menn skyldu skírast iðrunarskírn, svo þeir fengi kvittun synda sinna,4eins og segir í Spádómsbók Esaísar, er hann kveður svo að orði: „kall er heyrt í óbyggðinni, tilbúið veg Drottni, jafnið brautir hans;5hvört dalverpi skal uppfyllast, og öll fjöll og hálsar lægjast; þeir enir krókóttu vegirnir skulu gjörast beinir, og þeir hrjóstrugu sléttir,6og hvör maður mun þá geta séð hjálpræði Guðs.“7Hann talaði því til þess múga manns, sem fór út til að skírast af honum, og tók svo til orða: þér, nöðrukyn! hvör hefir sagt yður, að þér þanninn getið umflúið tilkomandi hegningu?8til þess verðið þér að bera iðruninni samboðna ávexti. Metnist ekki af því, að þér séuð Abrahams ættar, því, trúið mér! máttugur er Guð að vekja Abrahami börn af steinum þessum a).9Öxin er þegar reidd að rótum trjánna; hvört það tré, sem ekki ber góðan ávöxt, skal upphöggvið verða og í eldinn kastað.10Þá spurði fólkið hann að, hvörninn það ætti að haga sér?11Jóhannes mælti: hvör, sem hefir tvo kyrtla, sá gefi annan þeim, sem engan hefir; eins á sá að gjöra, sem matföng hefir.12Þá komu og tollheimtumenn að skírast; þessir spurðu hann einninn og sögðu: Meistari! hvörninn eigum vér að breyta?13Hann mælti: krefjist ekki meir, en yður er boðið.14Líka spurðu stríðsmenn hann, hvörninn þeir ættu að haga sér? hann mælti: takið ekki fé af neinum með valdi eða prettum, heldur látið yður nægja með yðar málagjald.15Þegar nú fólkið var komið í þá ætlun, og allir voru teknir að halda, að Jóhannes kannske væri Kristur,16sagði hann þannig öllum áheyrandi: eg skíri yður einungis í vatni, en sá, sem eftir mig kemur, er mér svo miklu meiri, að eg er ekki verður að leysa skóþvengi hans. Hann mun yður skíra með heilögum Anda og eldi.17Sína varpskúflu ber hann í hendi sér, með hvörri hann hreinsar sinn láfa; korninu mun hann safna í hlöðu, en hismið brenna í eldi þeim, er ekki slokknar.18Margt annað fleira kenndi hann fólkinu.19En vegna þess að Jóhannes hafði ávítað Heródes jarl, bæði fyrir það, að hann hafði tekið saman við Heródías, konu bróður hans, og fyrir allar þær ódáðir, sem Heródes hafði gjört,20bætti Heródes því við allt hitt, að hann lokaði Jóhannes í myrkvastofu.
21En svo bar við, þegar allt fólk lét sig skíra, að Jesús var skírður og gjörði bæn sína, að himinninn opnaðist honum,22og Andi Guðs steig niður í líkamlegri mynd, eins og dúfa, yfir hann; þá heyrðist og rödd af himnum, er sagði: þú ert minn elskulegur Sonur, á hvörjum eg hefi velþóknun.
23En sjálfur var Jesús hér um þrítugt að aldri, þegar hann hóf að kenna, og var haldinn sonur Jóseps, sonar Elí;24sonar Mattats, sonar Leví, sonar Melki, sonar Janna, sonar Jóseps;25sonar Matatías, sonar Amos, sonar Naúms, sonar Eslí, sonar Haggaí;26sonar Maats, sonar Matatías, sonar Simei, sonar Jóseps, sonar Júda;27sonar Jóhanna, sonar Hresa, sonar Sóróbabels, sonar Salatiels, sonar Nerí;28sonar Melkí, sonar Addi, sonar Kósams, sonar Elmódans, sonar Ers;29sonar Jóse, sonar Eliesers, sonar Jórims, sonar Mattats, sonar Leví;30sonar Símeons, sonar Júda, sonar Jóseps, sonar Jónans, sonar Elíakims;31sonar Melea, sonar Mainans, sonar Mattata, sonar Natans, sonar Davíðs;32sonar Jessai, sonar Óbeðs, sonar Bóos, sonar Salmóns, sonar Naasóns;33sonar Amínadabs, sonar Arams, sonar Esroms, sonar Fares, sonar Júda;34sonar Jakobs, sonar Ísaks, sonar Abrahams, sonar Tara, sonar Nakórs;35sonar Sarúks, sonar Ragavs, sonar Faleks, sonar Ebers, sonar Sala,36sonar Kainans, sonar Arfaxads, sonar Sems, sonar Nóa, sonar Lameks;37sonar Matúsala, sonar Enoks, sonar Jareðs, sonar Malaleels, sonar Kaínans,38sonar Enoss, sonar Sets, sonar Adams, sonar Guðs.

V. 2–9. sbr. Matt. 3,1–12. Mark. 1,1–8. Jóh. 1,6.19.23.26.27. V. 4. Es. 40,3.4. V. 8. a. Guð lætur þá, er þér haldið þar til ólíklegasta—nefnil. heiðingjana—heldur njóta fyrirheitis þess, er Abrahami var gefið, en yður, eins vondir og þér eruð. Jóh. 8,39. V. 19–20. sbr. Matt. 14,3–10. Mark. 6,17. ff. V. 21–22. Matt. 3,13–17. Mark. 1,9–11. V. 23–28. sbr. Matt. 1,2–16.