Um það, hvað afguðadýrkunin sé heimskuleg.

1Vissulega voru allir menn blindaðir í sínu eðli sem ekki höfðu Guðs þekkingu, og gátu ei séð þann, sem er, af þeim sýnilegu gæðum, og ekki þekkt meistarann, þá þeir tóku eftir verkunum,2heldur ætluðu heiminum stýrandi Guði, annaðhvört eldinn, eða vindinn, eður það fljóta loft, eður stjarnanna hring, eður það öfluga vatn, eða himinsins ljós.3Ef þeir, nefnil: héldu þessa hluti guði að vera, frá sér numdir af þeirra fegurð, þá hefðu þeir átt að sjá, hvörsu miklu betri þeirra yfirdrottnari er, því höfundur fegurðarinnar skóp þá.4En ef þeir dáðust að kraftinum og dáðinni, þá hefðu þeir átt að taka eftir því, hvörsu miklu voldugri skaparinn er.5Því af mikilleik og fegurð þess skapaða, sést, eftir tiltölu, höfundur ens sama.6Samt er ekki mikið að þessum að finna; því líka villast þeir hæglega, sem leita Guðs og vilja hann finna.7Því þegar þeir umgangast Guðs verk og rannsaka þau, verða þeir tældir af útlitinu, því fagurt er það sýnilega.8En að öðru leyti eru þeir ei sýkn saka.9Því ef þeir gátu komist svo langt í þekkingunni, að þeir orkuðu að útgrunda heiminn: því fundu þeir þá ei fyrri hans yfirdrottnara?10En vesælir eru þeir og von þeirra hvílir á því dauða, sem nefna mannanna handaverk guði, gull og silfur, smíðuð bílæti, dýramyndir, eða ónýtan stein, verk fornmannahanda.11Eða og, ef að trésmiður einhvör sagar meðfærilegan við í skógi, skefur vandlega allan börkinn af, og gjörir með hagleik sínum þar úr, til lífsins þarfar, nytsamlegt bússgagn;12en afskurðargeira síns smíðis, brúkar hann til matreiðslu (til eldsneytis), og mettar sig,13en afganginn hér af, til einkis hæfan, boginn við og kvistóttan, tekur hann og sníður til, til að starfa eitthvað í sínum tómstundum, og myndar það kunnáttulega, og gjörir svipað mannslíki,14eður ómerkilegu dýri, litar með menju, rauðkar þess húð með farva, og strýkur yfir alla flekkina á því sama,15tilreiðir því svo maklegan bústað, setur það við vegginn og festir með járnnagla.16Hann hefir þá séð fyrir, að það detti ekki, því hann vissi vel, að það gat ekki bjargað sér sjálft, því það er bílæti og þarf hjálpar.17Og þegar hann biður fyrir sínar eigur, fyrir hjúskap og börn, skammast hann sín ekki, að ávarpa bílætið.18Hann biður það veika um heilbrigði, það dauða um líf, grátbænir um hjálp, það úrræðalausasta, um lukkulegt ferðalag, það sem hvörgi getur farið;19og viðvíkjandi útveg sínum og framkvæmdum og heppni handaflans, þá biður hann það magnlausasta að höndum og krafti.