Heródes lætur drepa Jakob og fangar Pétur, Þessi frelsast af engli; drambsemi Heródesar og dauði; trúin útbreiðist; Barnabas og Sál ferðast og taka Markús með sér.

1Á þeim sama tíma lagði Heródes konungur hendur á nokkra af söfnuðinum til að misþyrma þeim.2Þannig lét hann drepa Jakob, bróður Jóhannesar, með sverði,3og er hann sá að þetta geðjaðist Gyðingum vel, hélt hann áfram og lét einninn grípa Pétur, en það var um daga hinna ósýrðu brauðanna a).4Nú sem hann hafði fangað hann, lét hann setja hann í myrkvastofu, og afhenti hann sextán stríðsmönnum, er til skiptis, fjórir og fjórir í senn, skyldu gæta hans, og ætlaði sér eftir páskana, að framselja hann fólkinu.5Pétur var þannig geymdur í myrkvastofu, en söfnuðurinn bað án afláts fyrir honum til Guðs.6Nóttina áður en Heródes ætlaði að láta leiða hann fram, svaf Pétur milli tveggja stríðsmanna, bundinn með tveimur viðjum og varðmenn úti fyrir dyrunum gættu myrkvastofunnar.7En sjá! þá stóð engill Drottins hjá honum og ljós leiftraði um húsið; hann laust á síðu Péturs, vakti hann og sagði: stattú fljótt upp! þá féllu viðjurnar af höndum hans.8Síðan sagði engillinn til hans: belta þú þig, og bitt á þig skó þína. Hann gjörði svo. Engillinn sagði ennfremur: kasta yfir þig skikkju þinni og fylg mér.9Hann gekk út og fylgdi honum, en ekki vissi hann að þetta, sem engillinn gjörði, væri svo í raun og veru, heldur meinti hann sig sjá sýn.10Þá þeir höfðu gengið í gegnum hið fyrsta og annað varðhald, komu þeir til járnhliðsins, er liggur til borgarinnar, og lauk það sér sjálft upp fyrir þeim. Og þá þeir voru komnir út um það, gengu þeir áfram um eitt stræti, og allt í einu skildi engillinn við hann.11Þegar Pétur kom til sjálfs síns, sagði hann: nú veit eg sannlega, að Drottinn hefir sent sinn engil og hrifið mig úr höndum Heródesar og frá allri ofsókn Gyðingalýðs.12En sem hann var búinn að koma þessu fyrir sig, gekk hann að húsi Maríu, Móður Jóhannesar, er kallast Markús. Þar var fjölmenni fyrir, sem hafði safnast þangað og voru á bæn.13Pétur drap á dyra hurðina, og stúlka gekk fram að nafni Róde, til að hlusta eftir;14en er hún þekkti málróm Péturs, varð fögnuðurinn svo mikill, að hún lauk ekki upp, heldur hljóp inn og sagði að Pétur stæði úti.15Þeir sögðu til hennar: þú ert frávita. En hún stóð fast á því að svo væri. Þá sögðu þeir: það er þá hans engill.16Pétur lét ekki af að berja að dyrum, og er þeir luku upp og sáu hann, urðu þeir frá sér.17Hann benti þeim með hendinni að þeir þegðu, og sagði þeim ýtarlega frá, hvörninn Drottinn hefði útleitt sig úr myrkvastofunni, bað þá líka að kunngjöra þetta Jakobi a) og hinum bræðrunum, en fór sjálfur þaðan og í annan stað.
18Þegar dagaði kom ekki lítið fát á stríðsmennina, hvað af Pétri væri orðið.19En er Heródes hafði leitað hans og fann hann ekki, lét hann rannsókn ganga yfir varðmennina og bauð að aflífa þá, fór síðan burt úr Júdeu til Sesareu, hvar hann settist um kyrrt;20því honum var gramt í skapi við Týrus og Sídónsmenn; en þeim kom saman um að gjöra út sendimenn til hans, fengu svo í fylgi með sér Blasíus, konungsins stallara, og báðust friðar, af því land þeirra fékk vistir frá (löndum) konungsins.21Á tilteknum degi klæddist Heródes konungsskrúða, settist í hásæti og hélt ræðu til þeirra.22Almúginn hrópaði þá upp: Guðs rödd er þetta, en ekki manns.23Jafnsnart sló engill Drottins hann, sökum þess hann gaf ekki Guði dýrðina b), var uppetinn af ormum og dó.
24En Guðs orð útbreiddist og efldist.25Barnabas og Sál sneru aftur frá Jerúsalem, að afloknu sínu erindi, og tóku með sér Jóhannes, að viðurnefni Markús.

V. 1. Heródes Agrippa, sonarsonur Heródes mikla, (Matt. 2,1). V. 3. a. Þ. e. páskana. V. 17. a. Forstöðumanni safnaðarins í Jerúsalem. Kap. 15,13. 21,18. Gal. 1,19. 2,9–12. V. 20. 1 Kóng. 5,11. Esek. 27,17. V. 23. b. Þ. e. sökum þess hann þakkaði ekki Guði upphefð sína.