Jesús upprís og birtist kvinnunum. Varðhaldsmennirnir flýja frá gröfinni. Jesús birtist lærisveinunum í Galíleu, býður þeim að skíra og kenna.

1Að liðnum hvíldardeginum, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María frá Magdölum og hin önnur María að sjá legstaðinn.2Og sjá, þá varð mikill jarðskjálfti; því engill Drottins kom frá himni, gekk þar að, velti steininum frá dyrum legstaðarins og settist á hann;3ásýnd hans var sem leiftur, og klæði hans björt, sem snjór;4við þessa sýn urðu þeir svo hræddir, er legstaðarins skyldu gæta, að þeir voru, sem örendir.5En til kvennanna mælti engillinn: verið óhræddar, eg veit að þér leitið að Jesú þeim, er krossfestur var;6hann er ekki hér, því hann er upprisinn, eins og hann sagði; komið og sjáið staðinn, hvar Herrann lá;7farið svo með skyndi og segið lærisveinum hans, að hann sé upprisinn, og hann sé undan yður kominn til Galileulands; þar munuð þér sjá hann; sjáið! eg hefi sagt yður það!8En þær gengu skyndilega út úr legstaðnum, bæði hræddar og glaðar mjög, og hlupu til að flytja lærisveinum hans þenna boðskap;9og er þ ær voru á leið komnar, til að segja lærisveinum hans frá þessu, kom Jesús móti þeim og sagði: sælar verið þið! en þær gengu til hans og föðmuðu fætur hans, og veittu honum lotningu.10Þá sagði Jesús við þær: hræðist ekki, farið og segið bræðrum mínum, að þeir skuli fara til Galíleulands, og þar skuli þeir sjá mig.
11Þegar þær voru burtu farnar, komu nokkrir af varðmönnunum til staðarins og sögðu hinum æðstu prestum allt, sem farið hafði;12en þeir gengu á ráðstefnu ásamt öldungunum og tóku það til ráðs, að gefa stríðsmönnunum fé mikið, og sögðu við þá:13segið: að lærisveinar hans hafi komið um nótt og stolið líkinu, á meðan þér sváfuð.14En ef þetta berst til eyrna landstjórnarans, þá skulum vér sefa hann og gjöra yður óhulta.15Stríðsmennirnir tóku við fénu, og gjörðu, sem þeim var kennt. Þessi atburður er enn í dag í alræmi hjá Gyðingum.
16Þeir ellefu lærisveinar ferðuðust síðan til Galíleulands, á fjall það, er Jesús hafði boðið þeim;17þar sáu þeir hann og veittu honum lotningu, en sumir voru efablandnir.18Þá gekk Jesús til þeirra og sagði: mér er gefið allt vald á himni og jörðu;19farið og kennið öllum þjóðum, og skírið þær í nafni Föðurs, Sonar og heilags Anda;20og bjóðið þeim að gæta alls þess, er eg hefi boðið yður; en sjálfur vil eg vera með yður alla daga, allt til veraldarinnar enda.

V. 1. Mark. 16,1. Lúk. 24,1. Jóh. 20,1.