Fleiri lífsreglur.

1Barn! synja ei þeim fátæka um björg, og lát þurfandi augu ekki lengi mæna!2Græt ekki hungraða sál og skaprauna ekki manni í hans vandræðum.3Angra þú ekki enn meir angrað hjarta, og drag ei undan að gefa þeim nauðstadda.4Vísaðu ekki frá, þeim sem biður í sinni neyð, og snú ei þínu augliti frá þeim snauða.5Snú ei þínu auga frá þeim nauðstadda, gef engum tilefni til að biðja þér óbæna.6Því ef hann biður þér ills í sinni hjarta sorg, svo mun Skaparinn heyra hans bæn.
7Gjör þig elskaðan hjá söfnuðinum, og hneig þitt höfuð fyrir þeim voldugu.8Hneig þitt eyra til þess snauða, og svara honum vinsamlega með hógværð.9Losa þann undirþrykkta úr hendi þess sem undirþrykkir, og vertu ekki lítilsigldur þegar þú dæmir.10Vertu munaðarlausum sem faðir, og móður þeirra í manns stað.11Svo muntu vera sem sonur ens æðsta, og hann mun elska þig meir en móðir þín.
12Spekin upphefur til sín sína syni og tekur við þeim sem hennar leita.13Hvör sem hana elskar, sá elskar lífið, og þeir sem fara á fætur til hennar snemma, verða með fögnuði mettaðir.14Hvör sem heldur sig fast að henni, mun fá heiður; og hvört sem hún kemur, þar mun Herrann veita blessan.15Þeir sem henni þjóna, þeir þjóna þeim heilaga og Drottinn elskar þá sem hana elska.16Hvör sem henni hlýðir mun þjóðirnar dæma, og hvör sem heldur sig til hennar, mun búa óhultur.17Ef þú trúir henni fyrir þér, muntu fá hana til eignar og þínir niðjar munu erfa hana.18Hún leiðir hann (manninn) í upphafi krókótta götu,19og leiðir yfir hann hræðslu og hugleysi og plágar hann með sínum aga, þangað til hún trúir hans sálu og hefir prófað hann í sínum lögum.20En þá snýr hún til hans aftur á sléttum vegi og gleður hann,21og opinberar honum sína leyndardóma.22Ef hann villist í burt, svo yfirgefur hún hann, og lætur hann detta eins og hann vill.
23Gæt þess rétta tíma; og varast hið vonda,24og skammast þín ekki fyrir þína sál.25Því sneypa er til, sem leiðir til syndar, og líka gefst sneypa til heiðurs og náðar.26Gjör þér engan mannamun til skaða þinni sálu, og óttast engan þér til tjóns.27Haltu ei talinu til baka, þá tími er til að bjarga,28og fel ekki þinn vísdóm þér til ágætis.29Því fyrir talið verður viskan kunnug, og lærdómur fyrir tungunnar orð.30Tala ekki móti sannleikanum og fyrirverð þig sakir þess þig skortir lærdóm.31Skammast þín ekki að játa þínar syndir, og streistu ekki móti straum.32Gef þig ei undir dárana, og líttu ei á persónu maktarmannsins.33Berstu fyrir sannleikann fram í dauðann, svo mun Guð Drottinn fyrir þig stríða.34Vertu ekki ofskjótur með tungunni, en tregur og lyddulegur í þínum verkum.35Vertu ekki sem ljón í þínu húsi, og gjör ei mæðu þínum heimamönnum með þínum grillum.36Þín hönd sé ei framrétt til móttöku, og læst þá gefa skal aftur.