Dáraskapur sá að dýrka hjáguði; Jerúsalems eyðilegging, hvörttveggja hér afmálað.

1Heyrið það orð, sem Drottinn til yðar talar, Ísraelshús.2Svo segir Drottinn: venjið yður ekki á sið þjóðanna og verið ei hræddir við himinteiknin, þó að þjóðirnar hræðist þau.3Því að siðir þjóðanna (hjáguðirnir) eru hégómi. Tré er það sem menn höggva í skógi, verk smiðsins handar, með öxinni.4Með silfri og gulli prýðir hann það, með nöglum og með hamri festir hann það, svo það detti ekki.5Þau skurðgoðin eru rennd sívöl sem pálmaviður og tala ekki; borin eru þau, því þau kunna ekki að ganga. Verið ekki hræddir við þau, því þau geta ei skaðað, og ekki eru þau þess umkomin að veita velgjörð.6Enginn er þér líkur, Drottinn, mikill ert þú, og mikið þitt nafn sakir veldisins.7Hvör skyldi ei óttast þig, konungur þjóðanna? því þú ert þess maklegur, því meðal allra þjóðanna spekinga og í öllum þeirra kóngsríkjum er enginn þér líkur.8Og í einu lagi eru þeir óskynsamir og fávísir, einkisverður lærdómur, tré er það! (sem þeir dýrka).9Silfurplötur eru fluttar frá Tarsis og gull frá Ufas, verk smiðsins, gullsmiðsins handa, blár og rauður purpuri er (hjáguða) þeirra klæðnaður, verk hagleiksmanna eru þeir allir.10En Guð Drottinn er sannleikurinn, (sannur Guð), hann er lifandi Guð, og eilífur kóngur; fyrir hans reiði bifast jörðin, og þjóðirnar þola ekki hans ógnan.
11Þetta skuluð þér til þeirra segja: þeir guðir sem ekki hafa gjört himin og jörð, munu hverfa af jörðinni og undan himninum.12Hann (Drottinn) gjörði jörðina með sínum krafti, tilbjó heiminn með sínum vísdómi og með sínum skilningi útþandi hann himininn.13Þegar hann þrumar, er mikið vatn í himninum, og hann dregur ský þar að frá endum jarðarinnar, eldingar tilreiðir hann til regns, og tekur vindinn úr sínum hirslum.14Óskynugur er hvör sá maður án (þessarar) þekkingar; til skammar verður hvör smiður fyrir bílætin, því tál er hans sneypuverk, og enginn andi er í því.15Hégómi eru þau, svikaverk, á tíma þeirra hegningar munu þau hverfa.16Ekki er sá líkur þessum, sem varð Jakobs hlutdeild; heldur hefir hann skapað allt, og Ísrael er ætt hans eignar, Drottinn herskaranna er hans nafn.
17Hafðu saman úr landinu þína muni, því þú ert umsetin!18því svo segir Drottinn: sjá, eg vil í þetta sinn burtkasta landsins innbúum og þröngva þeim, svo þeir finni (það).19„Vei mér, sakir minnar ólukku! sárið svíður mér! samt hugsa eg: gott og vel: þetta er mín þjáning, sem eg verð að bera!20mín tjaldbúð er niðurfelld og öll mín tjaldslög slitin; synir mínir eru frá mér gengnir, eru farnir; enginn útþenur aftur mitt tjald, og hengir upp mína (tjald)dúka.21Því hirðararnir voru óskynugir og leituðu ekki Drottins: þess vegna gat þeim það ekki lánast, og allri þeirra hjörð var tvístrað“.22Raust heyrist, sjá, hún kemur, (færist nær), og mikið hark úr landinu norður frá, til að gjöra Júda staði að eyðimörk, að úlfabælum.
23Eg veit, Drottinn, að mannsins vegur er ei í hans valdi, ekki í valdi ferðamannsins að (stefna) stýra sínum sporum.24Tyfta þú mig, Drottinn, þó með máta, ekki í þinni reiði, að þú ekki gjörir út af við mig.25Hell þinni reiði yfir þær þjóðir, sem ekki þekkja þig, og yfir þær kynkvíslir sem ekki ákalla þitt nafn. Því þær hafa uppsvelgt Jakob, uppsvelgt hann og uppetið, og eyðilagt hans bústað.