Móses blessar Ísrael undir andlátið.

1Þessi er sú blessan með hvörri Móses, sá guðsmaður, blessaði Ísraelsbörn áður en hann deyði:2Drottinn! svo mælti hann, kom frá Sína, hann upprann þeim í Seir, birtist á fjallinu Paran, og kom með margar þúsundir heilagra, til hans hægri handar var eldur þeim til lögmáls.
3Víst elskar þú allan lýðinn, og allir þínir heilagir eru undir þinni hendi, þeir settu sig hjá þínum fótum, og tóku á móti þínum skipunum,4Móses boðaði oss lögmálið, það óðalið Jakobs safnaðar;5hann var því Ísraelskonungur ætíð þegar höfðingjar fólksins komu saman og Ísraels kynkvíslir.
6Rúben lifi og deyi ekki, og alþýða hans sé talsverð.
7Um Júda sagði hann: heyrðu, Drottinn! raustu Júda! leiddu hann jafnan heim aftur til síns fólks, hans hönd sé honum nóg og hjálpa honum móti hans óvinum.
8Um Leví sagði hann: Thummim og urim skal tilfalla þínum trúlynda þénara, nefnil: Aron, hvörs þú freistaðir hjá Massa og átaldir hjá Kífsvatni,
9sá er segir um föður sinn og móður sína, eg sé hann ekki, og um sinn bróður, eg þekki hann ekki, og um sinn son, eg veit ekki af honum, en heldur þín orð og varðveitir þinn sáttmála. *)
10Þessir *) munu læra Jakob þín réttindi, og Ísrael þitt lögmál, þeir skulu bera reykelsi fyrir þín vit, og brennioffur á þitt altari;11Drottinn! blessa hans eignir, lát þér velþóknast hans fyrirtæki, brjót þá á bak aftur sem setja sig upp á móti honum og hata hann, svo þeir standi ekki upp aftur.
12Um Benjamín sagði hann: þú Drottins elskulegi skalt búa óhultur, og Sá hæsti mun hlífa honum ævinlega, og hann skal búa millum hans herða.
13Um Jósep sagði hann: hans land blessi Drottinn, með himinsins kostulegustu gjöf, með dögg, og uppsprettulindum sem dyljast í undirdjúpunum,14með hinum ágætustu ávöxtum sólarinnar, og hinum bestu ávöxtum tunglsins.
15Með þeim ágætustu ávöxtum á þeim gömlu háfjöllum, og þeim ævinlegu hálsum;
16með þeim dýrðlegustu ávöxtum jarðarinnar sem hún er full af fyrir hans náð sem bjó í runnanum (Ex. 3,2); komi allt þetta yfir höfuð Jóseps, yfir hvirfil þess göfugasta meðal sinna bræðra (Gen. 49,26);17hans fegurð sé eins og frumgetins uxa, og hans horn séu sem einhyrningshorn, með hvörjum hann stangi þjóðirnar til samans allt til landsins ummerkja, hér meinast Efraíms 10 þúsundir, og þær Manassis þúsundir.
18Um Sebúlon sagði hann: gleð þig, þú Sebúlon! í þínum útvegi. Og þú Ísaskar! gleð þig í þínum landtjöldum!19Þeir munu kalla fólkið upp á fjallið og offra þar tilhlýðilegu offri, því þeir munu njóta sjávarins gnægta, og fjársjóðanna sem hyljast í sandinum.
20Um Gað sagði hann: vegsamaður sé sá (Guð) sem færir út Gað; hann mun búa sem ljón, og sundurrífa handleggina og hvirfilinn.21Hann sá frumburðinn þess fyrirheitna lands, því þar var parturinn sá, sem sá heiðraði fyrirliðinn (Móses) hafði gefið þeim. En hann (nl. Gað) á að ganga á undan fólkinu, og uppfylla þannig Drottins vilja og skyldu sína meðal Ísraelíta.
22Um Dan sagði hann: Dan er ungt ljón sem kemur stökkvandi ofan af Basan.
23Um Neftalí sagði hann: Neftalí skal mettur verða af náð og saddur af blessun Drottins, hann skal nema land að sjó og suðri.
24Um Asser sagði hann: Asser veitist mikil blessun af börnum, hann sé þekkur sínum bræðrum og hann drepi fæti sínum í viðsmjör;25járn og kopar skal vera í þínum lásum, þú skalt eiga náðuga daga.
26Enginn Guð er líkur Ísraels Guð, sem keyrir á himninum þér til hjálpar og hvörs dýrð er í skýjunum—27þar er bústaður þess Guðs sem er frá upphafi, og þar fyrir neðan er hans eilífi armleggur, hann mun reka á undan þér þína óvini og segja: eyddu þeim.
28Ísrael skal ugglaus búa og út af fyrir sig, Jakobs brunnur *) skal vera á því landi hvar korn og vín er, líka skal hans himinn drjúpa af döggu.29Sæll ertu Ísrael! hvör er þinn líki! þú lýðurinn hvörn Drottinn verndar, þinn hlífarskjöldur og þitt frægðarsverð; þínir óvinir munu lúta fyrir þér, og þú munt frambruna á þeirra hæðum.

V. 8. Urim og thummim. Sjá Ex. 28,30. Lev. 8,8. Esra 2,63. Neh. 7,65 og einkanlega Num. 27,21. Hvörnig þetta var í hátt og hvörnig eiginlega brúkað vita menn ekki—það var í brjóstskildi ypparsta prestsins, annað hvört utan á honum eða innan í. Mun ypparsti presturinn í vandasömum tilfellum, hvar hann ei þóttist sjálfur einhlítur til úrskurðar, hafa tekið á þeim eitthvört það mark, að hann eftir þeim gaf úrskurðinn, sýnast því þessir hlutir, hvað sem í þeim var, að hafa verið nokkurs konar andlegt hlutkesti. Víst vóru hlutkestir brúkaðir af Gyðingum (Jós. 7,13–21. 1 Sam. 14,41. Orðskv. 16,33), einkum í vöndum málum, til annað hvört að uppgötva þann seka eða skera úr deilum. Er því ei ólíklegt að urim og thummim hafi kallast þeir hlutir, sem menn brúkuðu til svoddan úrskurða, þá menn ætluðu að Drottinn með þeim leiddi réttindin í ljós. V. 9. *) Hér er Aron hrósað fyrir það, að hann ei muni rangt gjöra eða gjöra sér mannamun, hvör sem í hlut eigi, þó faðir væri og s. frv. V. 10. *) Nefnil. Aron og hans eftirkomarar, Levítarnir. V. 19. Í Sebúlonasveit var höfnin Acco og rann þar út áin Belus sem velti með sér glersandi úr hvörjum fyrst var tilbúið glas. V. 20. Sbr. Gen. 49,9. V. 28. Aðr: auga.