Sama efni.

1Og Jósia hélt Drottni páska í Jerúsalem og slátraði páskalambinu á 14da degi hins fyrsta mánaðar.2Og hann setti prestana til þeirra sýslunar, og upphvatti þá til þjónustu Drottins húss.3Og hann sagði til Levítanna, sem menntuðu allan Ísrael, sem voru Drottni helgaðir: setjið þá helgu örk í húsið, sem Salómon, Davíðsson, Ísraelskóngur byggði; hún er yður ei framar byrði á herðum. Þjónið nú Drottni, yðar Guði, og hans fólki Ísrael,4og verið nú reiðubúnir, eftir yðar ættum, eftir yðar niðurskipan, samkvæmt Davíðs reglugjörð, Ísraelskóngs, og samkvæmt Davíðs reglugjörð, Ísraelskóngs, og samkvæmt riti Salómons sonar hans,5og standið í helgidóminum, eftir greinum yðar bræðra ætta, fólksins sona, og eftir niðurskipun Levítanna ættliða;6og slátrið páskalambi, og helgið yður og tilreiðið það handa yðar bræðrum, svo þér gjörið eftir Drottins orði fyrir Móses.7Og Jósia lagði til sonum fólksins lömb og kið (allt til páskafórnar fyrir alla sem þar voru) að tölu 30 þúsund, og af nautum 30 þúsund, allt af kóngsins eign.8Og hans yfirmenn létu sjálfviljuglega af hendi við fólkið, prestana og Levítana. Hilkia og Sakaria og Jehiel, yfirforstöðumenn Guðs húss gáfu prestunum til páskafórnar 2 þúsund og 6 hundruð (lömb) og naut og 3 hundruð.9Og Kanania, og Semaja og Netaneel hans bræður, og Hasabia og Jegiel og Jósabad, yfirmenn Levítanna, lögðu Levítunum til páskafórnar 5 þúsund lömb, og 5 hundruð naut.10Svo var þjónustugjörðinni ráðstafað og prestarnir stóðu á sínum stað og Levítarnir eftir þeirra niðurskipun, eftir boði kóngsins.11Og (Levítarnir) slátruðu páskalömbum og prestarnir stökktu (blóðinu) með sinni hendi, og Levítarnir fláðu (lömbin).12Og þeir tóku frá brennifórnina, til þess að gefa hana greinum fólksins ætta, til að frambera hana fyrir Drottin, eins og skrifað stendur í Mósis lögmáli, og eins fóru þeir með nautin.13Og þeir steiktu páskalambið eftir venju, og suðu það helgaða í pottum og kötlum og pönnum, og færðu það skjótlega öllu fólkinu.14Og þar eftir matreiddu þeir handa sér og prestunum; því prestarnir, Aronssynir, voru við offur brennifórnarinnar og fitustykkjanna fram á nótt og matreiddu Levítarnir fyrir sig og fyrir Aronssyni, prestana.15Og söngvararnir, synir Asafs, voru við sína sýslan eftir boði Davíðs, og Asafs og Hemans og Jedutuns kóngsins sjáanda, og dyraverðir í hvörjum dyrum; þeir þurftu ei að víkja frá sinni þjónustu, því þeirra bræður Levítarnir matbjuggu fyrir þá.16Þannig var ráðstafað allri guðsþjónustugjörðinni á þeim sama degi, að menn slátruðu páskalömbum, og brennifórn offruðu þeir á Drottins altari, eftir boði Jósía kóngs.17Og Ísraelssynir, sem þar voru, héldu páska á þeim sama tíma og 7 daga þeirra ósýrðu (brauða).18Og öngvir páskar höfðu verið haldnir, sem þessir, í Ísrael, frá tímum Samúels spámanns; og allir Ísraelskóngar höfðu enga slíka páska haldið sem Jósía hélt, og prestarnir og Levítarnir og allur Júda og Ísrael, sem þar var, og Jerúsalems innbúar.19Á átjánda ári ríkisstjórnar Jósía voru þessir páskar haldnir.
20Eftir allt þetta, þegar Jósía hafði sett húsið í lag, fór Nekó, Egyptalandskóngur, herför móti Karkemis hjá Evfrat, og Jósía fór á móti honum.21Og hann sendi til hans sendiboða og mælti: hvað hefi eg við þig að sýsla Júdakóngur? Eg kem ekki móti þér, heldur móti því fólki sem eg á stríð við, og Guð hefir ályktað að láta mig hraða mér. Far þú úr vegi frá Guði, sem með mér er, svo hann gjöri þér ekki tjón!22En Jósia fór ekki úr vegi frá honum, heldur gjörði sig torkennilegan, til þess (svo) að stríða við hann, og gegndi ekki Nekos tali af Guðs munni og kom til orrustu í dalnum Megiddo.23Þá skutu skotmennirnir á Jósia, og kóngurinn sagði til sinna þjóna: færið mig héðan, því eg er mikið sár.24Og hans þjónar fluttu hann úr vagninum og settu hann á annan vagn, og fóru með hann til Jerúsalem. Og hann dó og var grafinn í gröfum sinna feðra, og allur Júdalýður og Jerúsalem harmaði Jósía.25Og Jeremías orti sorgarljóð eftir Jósía og allir söngmenn og söngkvinnur sungu um Jósía í þeirra harmasöng, allt til þessa dags, og gjörðu það að siðvana í Ísrael; og sjá! þessi (ljóð) eru skrifuð meðal sorgarljóðanna.
26Enn önnur Jósía saga og hans guðlegu verk, samkvæm þeim sem skrifuð standa í Drottins lögmáli,27og hans saga hin fyrri og seinni, um þetta er skrifað í Ísraels- og Júdakóngabók.