Áminning að lofa Drottin. (1 Krb. 17,23–33).

1Syngið Drottni nýjan söng, syngi öll jörðin Drottni!2Syngið Drottni og lofið hans nafn, kunngjörið hans hjálp dag eftir dag.3Segið frá hans dýrð meðal þjóðanna, frá hans dásemdum meðal alls fólks.4Því mikill er Drottinn, og mjög loflegur; óttalegur er hann fram yfir alla Guði.5Því allir guðir þjóðanna eru afguðir, en Drottinn gjörði himnana.6Hátign og ljómi eru fyrir hans augsýn, heiður og vegsemd í hans helgidómi.7Greiðið Drottni, þér þjóðir! greiðið Drottni heiður og lof.8Greiðið Drottni heiður hans nafns, framberið gáfur, og komið í hans forgarð.9Niðurkastið yður fyrir Drottin, í helgum skrúða, skjálfi fyrir hans augliti öll jörðin.10Segið meðal heiðingjanna: Drottinn er kóngur; því er jörðin föst, svo hún bifist ei, hann dæmir þjóðirnar með réttvísi.11Himnarnir gleðjist, og jörðin fagni, hafið þjóti upp og allt það sem í því er,12foldin gleðji sig og allt sem á henni er, já, öll tré skógarins fagni,13fyrir Drottins augliti, því hann kemur, kemur til að dæma jörðina; hann mun dæma jarðríkið með réttvísi, og þjóðirnar með sinni sannsýni.