Samlíking tekin af brotnum brúsa.

1Svo sagði Drottinn: far og kaup brúsa af leirpottasmiðnum, og (tak með þér nokkra) af öldungum fólksins og af enum elstu prestum;2og gakk út í dal Hinnomssona, sem liggur framundan leirsmiðshliðinu, og úthrópa þar þau orð sem eg mun segja þér,3og seg: heyrið orð Drottins, þér Júdakóngar, og Jerúsalems innbúar! svo segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð: sjá! eg leiði þá ógæfu yfir þenna stað, að hvörjum sem það heyrir skulu eyrun gjalla:4af því að þeir yfirgáfu mig, og gjörðu þennan stað útlendan, og færðu á honum fórnir öðrum guðum, sem þeir ekki þekktu, hvörki þeir né feður þeirra, né heldur Júdakonungar, og uppfylltu þennan stað með saklausu blóði,5og byggðu Baal hæðir, til að brenna sín börn með eldi, sem brennifórn handa Baal, sem eg hefi ekki boðið, né talað, né mér hefir til hugar komið;6sjá! vegna þessa koma dagar, segir Drottinn, þá þessi staður mun ei framar heita Tófet, né Hinnomssonadalur, heldur Drápsdalur;7og eg ónýti Júda og Jerúsalems ráð á þessum stað, og læt þá falla fyrir sverði sinna óvina, og fyrir þeirra hendi sem sækjast eftir þeirra lífi, og gef þeirra líkami æti fuglum himinsins og dýrum landsins.8Og eg gjöri þennan stað að viðbjóð og háðung; hvör sem framhjá gengur mun kenna viðbjóðs, og hæðast að þeirra plágum.9Og eg læt þá eta kjöt sinna sona og sinna dætra, og hvör skal eta annan, í þrengingu þeirri og neyð, hvar með þeirra óvinir, og þeir, sem sækjast eftir þeirra lífi, að þeim þrýsta.
10Og brjóttu brúsann fyrir augum þeirra manna, sem með þér gengu,11og seg við þá: svo segir Drottinn herskaranna: eins mun eg þetta fólk sundurbrjóta og þennan stað, sem menn brjóta leirílát, sem ekki verður aftur gjört jafngott. Og í Tófet munu menn jarða, því ekkert pláss er til að jarða í.12Þannig mun eg fara með þennan stað, segir Drottinn, og hans innbúa, svo eg gjöri þennan stað jafnan Tófet.13Og Jerúsalems hús, og Júdakónga hús, skulu verða óhrein, sem staðurinn Tófet, öll þau hús á hvörra þökum menn hafa gjört reyk öllum himinsins her og dreypifórn offrað öðrum guðum.
14Og Jeremías kom frá Tófet, hvört Drottinn hafði sent hann, til að spá, og gekk í forgarð Guðs húss, og sagði við allt fólkið: Svo segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð: sjá! eg leiði yfir þennan stað og yfir alla hans staði, alla þá óhamingju sem eg hefi þeim viðvíkjandi talað um; því þeir eru harðsvíraðir, svo að þeir hlýðnast ekki mínum orðum.