Páll lastar Galatsíumenn, að þeir aftur hafi snúið til hlýðni við lögmálið og sannar af Abrahams dæmi, að Guðs náð öðlist fyrir trú, en hvörki fyrirheitið né löggjöfin hafi ónýst fyrir það.

1Ó þér fávísu Galatar! hvör hefir villt sjónir fyrir yður, fyrir hvörra augum Jesús Kristur er svo skírlega afmálaður, eins og væri hann meðal yðar krossfestur.2Um það vil eg einungis fræðast af yður, hvört þér hafið andann öðlast fyrir verk lögmálsins ellegar fyrir boðskap trúarinnar?3En hvað þér eruð heimskir! þér, sem byrjuðuð í andanum d), ætlið þér nú að enda í holdinu e)?4Á þvílíkt f) að hafa komið fram við yður til einkis, ef það er til einkis?5Sá, sem yður veitir andann og sýnir sinn kraft á yður, er það lögmálsverkunum að þakka, eður boðun trúarinnar?6Það að „Abraham treysti Guði var honum til réttlætis reiknað“,7eins megið þér vita, að þeir eru réttir Abrahams synir, sem trúaðir eru.8Ritningin, sem fyrir sá, að Guð mundi réttlæta þjóðirnar fyrir trúna, gaf forðum Abraham það fyrirheiti: allar þjóðir skulu af þér blessun hljóta.9Allir trúaðir menn munu því blessun öðlast með þeim trúaða Abraham.10En svo margir, sem binda sig við lögmálsverkin, þeir eru undir bölvun, því skrifað er: „bölvaður sé hvör sá, sem ekki heldur sér fast við allt það, sem í lögmálsbókinni skrifað er til að breyta eftir því.“11En það er bert að enginn getur fyrir Guði réttlátur orðið af lögmálinu, „því sá réttláti mun af trúnni sæll verða“ g).12En lögmálið á ekki skylt við trúna, heldur (er kveðið svo að orði) „sá, sem gjörir það h), mun þar fyrir lifa“.13Kristur hefir keypt oss undan bölvun lögmálsins, með því hann varð bölvan fyrir oss i), því skrifað er: „bölvaður sé sá, sem á tré hangir“,14til þess að heiðnum þjóðum hlotnast skyldi með Jesú Kristi blessan Abrahams k), svo að vér öðlast skyldum fyrirheit andans l) fyrir trúna.15Bræður mínir! eg tek dæmi af daglegu lífi: enginn ónýtir eður bætir við þá ráðstöfun manns, sem staðfest er;16en Abraham voru fyrirheitin gefin og hans afkvæmi; ekki stendur þar afkvæmum, eins og til margra væri meint, heldur eins og til eins, „og þínu afkvæmi,“ sem er Kristur.17Með þessu vil eg sagt hafa að lögmálið, sem út var gefið fjögur hundruð og þrjátíu árum síðar, ekki hafi getað gjört ógilda og afmáð þá af Guði áður staðfestu ráðstöfun um Krist;18því ef arfleifðin fæst með lögmálinu, þá fæst hún ekki vegna fyrirheitisins; en nú var Guð Abraham náðugur vegna fyrirheitisins.
19Til hvörs var þá lögmálið? það var gefið vegna afbrotanna, þangað til afkvæmið kæmi, upp á hvört fyrirheitin hljóðuðu og kunngjört af englunum fyrir hönd meðalgöngumannsins.20En fleiri en einu a) (viðkemur) meðalgangarinn, en Guð er einn og hinn sami.21Skyldi þá lögmálið vera gegn Guðs fyrirheitum? fjærri sé því! því ef þvílíkt lögmál hefði gefið verið, sem farsæld gat veitt, þá er það víst, að réttlætið hefði fengist af lögmálinu.22En Ritningin sýnir að allir eru sekir, svo að fyrirheitið veitist þeim fyrir trúna á Jesúm Krist.23En áður en trúin kom, stóðum vér undir gæslu lögmálsins og vórum við það bundnir, þangað til sá trúarlærdómur, sem var í vændum, opinberaðist.24Þannig var lögmálið vor tyftunarmeistari þangað til Kristur kom, svo að vér af trúnni réttlættumst.25En nú, þá þessi trúarlærdómur er kominn, stöndum vér ekki lengur undir tyftunarmeistaranum,26því að þér eruð allir orðnir Guðs börn fyrir trúna á Jesúm Krist;27því svo margir af yður, sem eruð skírðir til að trúa á Krist, þér hafið íklæðst Kristi.28Hjá honum gildir hið sama Gyðingur og Grikki, þræll og hinn frjálsi, karl og kona; því þér eruð allir eitt í Jesú Kristi.29En ef þér eruð Krists, þá eruð þér og Abrahams niðjar og erfingjar eftir fyrirheitinu.

V. 2. Heilags anda gjafir. Post. gb. 2,38. V. 3. d. þ. e. á því fullkomna, nl. að hlýðnast Krists lögmáli. e. þ. e. á því ófullkomna, sbr. kap. 4,3.9. Kól. 2,16.17. V. 4. f. nl. náðarboðskapurinn. V. 5. Róm. 10,8.17. V. 6. 1 Mós. b. 15,6. sbr. Jak. 2,23. V. 7. Róm. 4,11.12. V. 8. Post. gb. 15,9. 1 Mós. 12,3.18. V. 10. 5 Mós. 27,26. sbr. Róm. 4,15. V. 11. Kap. 2,16. g. Habak. 2,4. V. 12. h. nl. varðveitir Guðs boðorð. 3 Mós. b. 18,5. Esek. 20,11. Róm. 10,5. V. 13. 2 Kor. 5,21. i. líður hið þyngsta straff, sem lögmálið tiltekur, 5 Mós. b. 21,23. V. 14. 1 Mós. b. 12,3. 22,18. k. Es. 32,15. 44,3. l. Pgb. 2,17.18.23. V. 15. Heb. 9,17. V. 16. 1 Mós. b. 12,3. 1 Mós. b. 22,18. V. 17. 2 Mós. b. 12,40. Post. gb. 7,6. V. 19. Róm. 4,15. 5,26. Post. gb. 7,53. Hebr. 2,2. Jóh. 1,17. V. 20. a. afsprengi (spermatos) Róm. 4,9–12. Gal. 3,16–18.29. sbr. Matt. 3,9. V. 21. v. 17.18. Róm. 8,2.4. V. 22. Róm. 3,9. 11,32. V. 24. Matt. 5,17. Post. gb. 13,39. Róm. 10,4. V. 26. Esa. 55,5. Jóh. 1,12. V. 27. Róm. 6,3. 13,14. V. 28. Róm. 10,12. 3,22.29. 2,11. Kól. 3,11. Efes. 2,14.15. V. 29. Róm. 9,7. 1 Mós. b. 21,12.