Sama efni.

1Endurminning Jósia er reykelsissamblöndun tilreidd fyrir smyrslabikara verknað.2Í sérhvörjum manni er hún sæt sem hunang, og sem hljóðfærasláttur í samdrykkju.3Honum tókst umvendun fólksins, og hann upprætti viðbjóð guðleysisins.4Hann stefndi sínu hjarta til Drottins; á dögum þeirra guðlausu var hann ávallt staðfastur í guðrækninni.
5Öllum varð á nema Davíð, Esekías og Jósía;6því þeir (hinir) yfirgáfu lögmál ens æðsta; Júdakóngar yfirgáfu það.7Því þeir ofurgáfu sitt vald öðrum, og sinn verðugleika útlendri þjóð.8Þeir kveiktu í þeim útvalda helgidómsstað, og eyðilögðu hans stræti a) fyrir hönd Jeremía.9Því þeir höfðu misþyrmt honum, en þó hann í móðurlífi væri vígður til að vera spámaður, til að uppræta, tortína og niðurbrjóta og líka til þess að byggja og gróðursetja.
10Esekíel sá dýrðarinnar sjón, hvörja hann (Guð) sýndi honum á vagni kerúbanna.11Hann minntist óvinanna (með) í hretviðri og boðaði þeim hið góða, sem gengju beinan veg.12Blómgist og bein þeirra 12 spámanna á sínum stað; því þeir hugguðu Jakob og sýndu þeim frelsun fyrir vissa von.
13Hvörsu skulum vér Sóróbabel vegsama? Hann er sem signetshringur á hægri hendi.14Sömuleiðis og Jósúa sonur Jósadaks: sem báðir á sínum dögum byggðu Drottins hús, og reistu Drottni heilagt musteri, gjört til eilífrar dýrðar.
15Líka er nafn Nehemía mikið, hans sem byggði upp handa oss þá niðurrifnu múra, og setti aftur í lag borgarhliðin og slagbrandana, og byggði upp aftur vor hús.
16Ekki einn einasti var á jörðu skapaður jafn Enok; því hann var numinn frá jörðu.17Ekki var heldur nokkur maður fæddur sem Jósep, herra sinna bræðra, bjargvættur lýðsins.18Og hans beina var vitjað.19Sem og Set urðu vegsamlegir meðal manna, og ofar öllu lifandi í sköpuninni er Adam.

V. 8. a. Eins og Jerem: hafði hótað.