Samúel deyr. Nabals aðsjálni.

1Og Samúel dó, og allur Ísrael samansafnaðist, og þeir syrgðu hann, og grófu hann í sínu húsi í Rama d). Og Davíð tók sig upp og fór í eyðimörkina Paran d).2En þar var maður í Maon, sem hafði bú á Karmel, og hann var flugríkur, átti 3 þúsund sauði sína á Karmel.3En maðurinn hét Nabal og nafn hans konu var Abígael, og konan var vitur og fríð sýnum, en maðurinn harður og vondur viðureignar, og af Kalebsætt f).4Og Davíð frétti í eyðimörkinni að Nabal klippti sína sauði.5Þá sendi Davíð 10 sína sveina, og sagði til sveinanna: farið til Karmel, og gangið fyrir Nabal, og spyrjið í mínu nafni um hans velvegnan,6og mælið svo: Guð gefi þér lukku! vegni þér vel og þínu húsi og öllu er þér viðvíkur!7og nú hefi eg heyrt að þeir klippi þína sauði; og nú hafa þínir hirðarar verið með oss, vér höfum ekkert mein gjört þeim, og ekkert hafa þeir misst nokkurn tíma svo lengi sem þeir voru á Karmel.8Spyr þú þína sveina, þeir munu láta þig vita það—og svo óska eg að mínir sveinar finni náð í þínum augum, því á hátíðisdegi erum vér til þín komnir, gefðu, vinur! þínum þjónum og þínum syni Davíð, það sem þú hefir fyrir hendi g)!9og svo komu Davíðs sveinar og töluðu við Nabal einmitt þessi orð, í Davíðs nafni, og þögnuðu svo.10En Nabal svaraði þjónum Davíðs og mælti: hvör er Davíð? og hvör er Ísaíson? nú á dögum gefast margir þénarar sem strjúka frá sínum hússbændum.11Og skal eg nú taka mitt brauð og mitt vatn og mitt kjöt sem eg hefi slátrað handa þeim sem klippa féð, og gefa það mönnum, sem eg ekki þekki, ekki veit hvaðan eru?12Og Davíðs sveinar fóru sína leið, sneru til baka, komu og sögðu honum einmitt öll þessi orð.13Þá mælti Davíð til sinna manna: girðist nú, hvör og einn yðar, sínu sverði! og þeir girtust, hvör sínu sverði, og Davíð girtist og sínu sverði, og þeir fóru með Davíð, nálægt 4 hundruð manns, og tvö hundruð voru eftir hjá farangrinum.14En sveinn nokkur af sveinunum sagði Abigael, konu Nabals frá, og mælti: heyrðu! Davíð hefir sent sendimenn úr eyðimörkinni, til að óska hússbónda vorum til lukku, en hann jós yfir þá fáryrðum,15og mennirnir eru mikið góðir við oss, og þeir hafa ekkert mein gjört oss, og vér höfum aldrei misst neitt, svo lengi sem vér vorum með þeim, þá vér vorum á mörkinni.16Þeir voru sem girðing í kringum oss dag og nótt, svo lengi sem vér vorum með þeim og héldum fénu til haga.17Og hugsaðu nú um og sjáðu til hvað þú skalt gjöra, því ólukka er búin vorum hússbónda og öllu hans húsi, og hann er slæmur maður a), svo maður getur ei við hann talað.18Þá brá Abígael við, og tók 2 hundruð brauð, og 2 vínbrúsa og 5 uppsoðna sauði, og 5 mælira af steiktu axi, og hundrað þurra vínberjaklasa og 2 hundruð fíkjukökur, og klyfjaði asna,19og mælti til sveinanna: farið á undan mér! sjá! eg kem á eftir yður. En manni sínum Nabal sagði hún ekkert.20Og það skeði, þá hún reið asnanum og var komin niður af fjallinu, sjá! þá komu þeir Davíð og hans menn á móti henni, og hún hitti þá þar.21En Davíð hafði sagt: já! til einkis hefi eg verndað allt, sem þeim manni tilheyrði í eyðimörkinni, svo að ekkert af því tapaðist nokkurn tíma sem hann átti, og hann hefur launað mér gott með illu b).22svo gjöri Guð Davíðs óvinum og enn fremur, eg skal ekki láta eftir verða þegar birtir á morgun, af öllu sem hann á, ekki svo mikið sem hund c)!23En er Abígael sá Davíð, sté hún skjótast niður af asnanum og féll fram fyrir Davíð á sitt andlit, og beygði sig til jarðar,24og féll honum til fóta og mælti: minn herra! allt bitni á mér! leyfðu samt þinni ambátt að tala fyrir þínum eyrum, og heyrðu tal þinnar ambáttar.25Minn herra gefi engan gaum þessum vonda manni, Nabal, því eins og hans nafn þýðir, svo er hann Flón (Nabal) er hans nafn, og flónskan er honum eiginleg, og eg, þín þerna, hefi ekki séð sveina míns herra, sem þú sendir.26Og nú, minn herra! svo sannarlega sem Drottinn lifir, og þín sál lifir, Drottinn hefir aftrað þér frá að úthella blóði og að útvega þér liðsemd með eigin hendi, og séu þínir óvinir sem Nabal, og þeir sem leita ófara herra míns!27Og þessa gáfu, sem þín þerna hefur fært mínum herra, látið gefa hana sveinunum sem fylgja mínum herra.28Fyrirgef afbrot þinnar ambáttar! því veita mun Drottinn mínum herra staðfast hús, því minn herra stríðir Drottins stríð d), og ekki mun illt hjá þér finnast svo lengi sem þú lifir.29Og þó maður sé risinn upp til að ofsækja þig, og sækjast eftir þínu lífi, þá sé líf míns herra bundið í bindini enna lifendu hjá Drottni, þínum Guði, og lífi þinna óvina mun hann mitt úr slöngunni burt þeyta.30Og þegar Drottinn hefir algjört þetta við minn herra eins og hann hefir þér góðu heitið, og gjört þig að fursta yfir Ísrael e):31svo mun það ekki verða til ásteytingar eða til hjartasorgar mínum herra, að þú hafir úthellt blóði án orsaka, og að minn herra hafi hjálpað sjálfum sér. En þegar Drottinn gjörir vel við minn herra, svo minnstu þinnar ambáttar.
32Og Davíð mælti til Abígael: lofaður veri Drottinn Ísraels Guð, sem sendi þig í dag á móti mér!33Og vegsamað sé þitt vit, og vegsömuð sért þú, að þú í dag hindrar mig frá að baka mér blóðskuld, og útvega mér hjálp með minni hendi!34En svo sannarlega sem Drottinn lifir, Ísraels Guð, sem aftraði mér frá að gjöra þér illt! hefðir þú ekki svo fljótt komið á móti mér, þá hefði ekkert af Nabal verið eftir orðið í birtingu á morgun, ekki einn hundur.35Og Davíð tók á móti af hennar hendi því sem hún kom með, og sagði til hennar: far þú í friði heim til þín! sjá! eg hefi hlýtt þinni raust og gefið gaum þínu málefni a).36En er Abígael kom til Nabals, sjá! þá hafði hann veislu í sínu húsi, sem kóngaveislu, og hjarta Nabals var kátt og hann var æði drukkinn. Og hún lét hann ekkert vita, hvörki stórt né smátt, allt til þess að morgni.
37Og það skeði um morguninn, þegar (ölið) var runnið af Nabal, þá sagði kona hans honum frá þessu; þá dó hans hjarta í hans kropp, og hann varð sem steinn.38Og nú liðu hér um bil 10 dagar, þá sló b) Drottinn Nabal, svo hann dó.39Og þá Davíð heyrði að Nabal væri dauður, mælti hann: lofaður sé Drottinn, sem heyrt hefir þá svívirðing er Nabal gjörði mér og sem hélt sínum þjón frá illu, en Nabals vonsku hefir Drottinn látið bitna á sjálfs hans höfði. Og Davíð sendi og talaði við Abígael, til að láta taka sér hana fyrir konu.40Og þjónar Davíðs komu til Abígael í Karmel, og töluðu við hana og sögðu: Davíð hefir sent oss til þín, til að taka þig handa sér fyrir konu.41Þá stóð hún upp, og beygði sitt andlit til jarðar og mælti: sjá! þín þerna er sem ambátt, til að þvo fætur á þjónum míns herra.42Og Abígael tók sig fljótt upp, og reið á asna, og 5 hennar þernur fylgdu henni, og hún fór með sendimönnum Davíðs, og varð hans kona.
43Líka tók Davíð sér Ahínóam af Jesreel, og báðar urðu hans konur.44En Sál gaf Mikal dóttur sína konu Davíðs, Palti Laissyni af Gallim.

V. 1. d. Kap. 28,3. e. Gen. 21,21. V. 3. f. Jós. 15,13. V. 8. g. Kap. 10,7. Dóm. 9,33. V. 17. a. Hebr. Belíalssonur sbr v. 25. 2 Sam. 20,1. V. 21. b. Kap. 24,18. Sálm. 35,12. V. 22. c. Sbr. v. 34. 1 Kóng. 14,10. 2 Kóng. 9,8. V. 28. d. Kap. 18,17. V. 30. e. 2 Sam. 5,2. V. 35. a. Hebr. meðtekið eða upphafið þitt andlit. V. 38. b. 2 Sam. 12,15.