Job talar um Guðs hátign.

1Þá svaraði Job og sagði:2hvörnig hefir þú hjálpað þeim máttlausa? styrktir þú þann arm sem hafði engan kraft?3Hvaða ráð gafstu þeim fávísa? útbýttir þú speki ríkuglega.4Hvörjum hefir þú kunngjört þitt tal? og af hvörjum anda talaðir þú?5Andarnir í undirheimum skelfast, sjórinn og hans innbúar.6Undirheimar eru honum öndverðir (opnir), og afgrunnið hefir engin fylgsni.7Hann útbreiðir norðrið yfir öræfin; hann hengir jörðina á ekki neitt.8Hann bindur saman vatnið í sínum skýjum, þó bresta ei regnskýin undir því.9Hann birgir sitt hásæti og breiðir skýin yfir það.10Hann sirklaði vandlega takmörk á vatninu, ljósið hjá myrkrinu.11Himinsins stólpar nötra og hræðast hans hótan.12Með sínum krafti uppæsir hann hafið, og með sínum vísdómi brýtur hann á bak aftur sjávarins dramb.13Af hans anda er himinninn fagur; hans hönd hefir myndað höggorminn í norðrinu (himinmerki).14Sjá! þetta er ystu partar af hans vegum, og hvörsu lítið er það tal, sem vér höfum um hann heyrt! En þrumu hins almáttuga—hvör skilur hana?