Sama efni.

1Heyrið nú, þér kóngar, og verðið hyggnir! lærið, þér dómarar jarðarinnar endimarka!2Leggið við eyrun, drottnendur yfir fjöldanum, og þér sem hefjið yður yfir þjóðanna flokka!3Því af Drottni er yður herradæmið gefið, og valdið af þeim æðsta, sem mun rannsaka yðar verk og grennslast eftir yðar ráðagjörðum;4því, sem þjónar hans konungdóms, hafið þér ekki rétt dæmt og ekki hans lögmáls gætt, né eftir Guðs vilja breytt.5Óttalega og skjótlega mun hann yfir yður koma; því strangur dómur gengur yfir þá sem valdið hafa.6Því þeim lítilmótlegu er af náð fyrirgefandi, en þeim voldugu mun verða volduglega refsað.7Því sá sem drottnar yfir öllum, mun engan hræðast, og ekki fælast þá miklu; því hann hefir gjört smáan og stóran, og elur jafnt önn fyrir öllum.8En yfir þá voldugu kemur ströng rannsókn.9Til yðar því, drottnendur, er mitt tal stílað, svo að þér lærið visku, og rasið ekki.10Því þeir sem heilaglega varðveita hið heilaga, verða helgaðir, og þeir sem slíkt hafa numið, munu fríkenndir verða.11Svo verið þá sólgnir í mitt tal, og hafið löngun til þess, og þér munuð fá uppfræðingu!
12Ljómandi er spekin og blómleg, og auðveldlega geta þeir, sem hana elska, séð hana, og þeir sem hennar leita, fundið hana.13Hún lætur þá, sem til hennar löngun hafa, þekkja sig að fyrra bragði.14Sá sem snemma fer á fætur hennar að leita, mun enga fyrirhöfn hafa, því hann finnur hana sitjandi við sínar hússdyr.15Því að hugsa um hana er fullkomnun hyggindanna, og hvör sem hennar vegna vakir, mun fljótt verða áhyggjulaus.16Því hún gengur um kring og leitar þeirra sjálf sem hennar eru maklegir, og sýnir sig þeim vinsamlega, á þeirra vegum, og mætir þeim í öllum þeirra hugsunum.17Það áreiðanlegasta upphaf hennar er löngun eftir uppfræðingu, en viðleitni að fræðast er elska.18En elska er varðveisla hennar laga, en að halda lögin er fullvissa um ódauðlegleika,19en ódauðlegleikinn flytur (menn) í nánd við Guð.20Löngun til speki leiðir til herradæmis.21Ef þér nú hafið löngun til hásæta og veldissprota, þér, þjóðanna yfirdrottnendur, svo heiðrið spekina, svo þér drottnið eilíflega!22En hvað speki sé, og hvörnig hún sé til orðin, það vil eg kunngjöra, og ei dylja fyrir yður (hennar) leyndardóma; heldur vil eg frá upphafi sköpunar eftirgrennslast, og gjöra hennar þekkingu ljósa, og ei fara framhjá sannleikanum.23Já, ekki vil eg vera samferða þeirri mögru öfund; því þessi mun aldrei eiga hlut í spekinni.24Mergð spekinga er heimsins lán, og hygginn konungur velvegnan fólksins.25Látið yður því fræða af mínum orðum, og það mun yður að gagni koma.