Undirbúningur musterisbyggingarinnar.

1Og Híram kóngur í Týrus sendi sína þjóna til Salómons, því hann hafði frétt, að þeir hefðu smurt hann til kóngs í stað föður hans; því Híram hafði ætíð verið vinur Davíðs.2Og Salómon sendi aftur til Hírams og mælti:3þú veist, að Davíð faðir minn mátti ekki byggja hús nafni Drottins síns Guðs, vegna þess ófriðar sem hann átti í allt um kring, þangað til Drottinn lagði hans óvini undir sóla hans fóta.4Og nú hefir Drottinn minn Guð gefið mér frið allt um kring; enginn mótstöðumaður er, og engin óhöpp f).5Og sjá! eg hefi nú hugsað að byggja hús nafni Drottins míns Guðs, eins og Drottinn hefir talað og sagt við Davíð föður minn: sonur þinn sem eg vil setja í hásætið, í þinn stað, sá hinn sami skal byggja hús mínu nafni g).6Bjóð þú nú að menn höggi mér sedrusvið á Líbanon, og mínir þjónar skulu vera með þínum þjónum, eins og þú segir, því þú veist að enginn maður vor á meðal kann að höggva tré, eins og þeir í Sídon.
7En sem Híram heyrði orð Salómons, varð hann mjög glaður og mælti: lofaður veri Drottinn sem hefur gefið Davíð vitran son yfir þetta mikla fólk!8Og Híram sendi til Salómons og mælti: eg hefi heyrt það sem þú mælist til af mér; eg skal gjöra allt sem þú villt viðvíkjandi sedrusviðnum og furuviðnum.9Mínir þjónar skulu flytja viðinn frá Libanon til sjávar, og eg skal láta setja hann í flota í sjónum og flytja allt til þess staðar sem þú tiltekur, og þar læt eg taka sundur flotann, en þú lætur sækja.10Og svo gaf Híram Salómoni sedrusvið og furuvið, alla hans ósk.11En Salómon gaf Híram 20 þúsund mælira a) (kor) hveitis, mat fyrir hans hús, og 20 mælira af steyttu viðsmjöri. Það gaf Salómon Híram árlega.12Og Drottinn gaf Salómoni speki, eins og hann hafði heitið honum, og þar var friður milli Hírams og Salómons, og þeir gjörðu sáttmála hvör við annan.13Og Salómon kóngur lagði skyldu kvöð á allan Ísrael, og þeir sem áttu að gegna skyldu kvöðinni voru 30 þúsundir;14og hann sendi þá til Líbanon, 10 þúsund í mánuði til skiptis; einn mánuð voru þeir á Líbanon, og tvo mánuði heima hjá sér; en Adoníram var yfir því fólki.15Og Salómon hafði 70 þúsund lestamenn, og 80 þúsund sem hjuggu á fjallinu (stein),16auk umsjónarmanna Salómons yfir verkinu, sem voru þrjú þúsund og þrjú hundruð; þeir voru yfir fólkinu sem verkið vann.17Og kóngurinn bauð að þeir skyldu uppbrjóta stóra og kostulega steina, til að byggja af grundvöll hússins, höggna steina.18Og byggingarmenn Salómons, og byggingarmenn Hírams, og Giblítarnir hjuggu þá, og undirbjuggu viðinn og steinana til hússins byggingar.

V. 4. f. Préd. 9,11. V. 5. g. 2 Sam. 7,13. 1 Kron. 22,10. V. 11. a. Kap. 4,22.