Atalía drepin. (2 Kgb. 11.)

1Og á sjöunda ári hressti Jójada upp hugann og tók í félag með sér foringjana yfir hundrað (manns), Asaria son Jeróhams, og Ísmael son Jóhanans, og Asaría, son Obeðs, og Maeseia, son Adaja, og Elisafat, son Sikri.2Og þeir fóru um kring í Júda, og samansöfnuðu Levítunum úr öllum Júda stöðum, og ættfeðrum Ísraels, að þeir kæmu til Jerúsalem.3Og allur söfnuðurinn gjörði sáttmála við kónginn í Guðs húsi. Og (Jójada) sagði við þá: sjá! kóngssonurinn skal kóngur vera, eins og Drottinn hefir heitið sonum Davíðs.4Þetta er það sem þér skuluð gjöra: þriðjungur af yður, af prestum og Levítum, gangi að, á hvíldardeginum, sem dyraverðir;5og þriðjungurinn sé í kóngsins húsi, og þriðjungur við dyrnar Jesod *); og allt fólkið sé í forgarði Drottins húss.6Og enginn skal koma í Drottins hús nema prestarnir og þeir Levítar, sem gegna þjónustugjörðinni; þeir skulu koma þar inn, því þeir eru heilagir; og allt (annað) fólk skal halda Drottins vörð.7Og Levítarnir skulu skipa sér í kringum kónginn á allar hliðar, hvör maður með vopn sér í hendi, og hvör, sem vill brjótast inn í húsið, skal deyðast; og verið hjá kónginum þegar hann gengur inn og þegar hann gengur út.8Og Levítarnir og allur Júda lýður gjörðu allteins og Jójada prestur bauð, og hvör einn tók sína menn, þá sem komu á hvíldardeginum (til að halda vörð) og þá sem fengu lausn; því Jójada prestur hafði ei látið í burtu flokkana.9Og Jójada prestur fékk fyrirliðunum yfir hundrað manns spjótin, buklarana og skildina Davíðs kóngs, sem voru í Guðs húsi.10Og hann niðurskipaði fólkinu; hvör maður hafði vopn í hendi, frá hægri hlið hússins til vinstri hliðar hússins, við altarið og húsið, hjá kónginum umhverfis.11Og þeir leiddu fram kóngssoninn og settu upp á hann kórónuna og (réttu honum) lögin og gjörðu hann að kóngi, og Jójada og hans synir smurðu hann, og sögðu: kóngurinn lifi!
12Þá heyrði Atalía háreysti fólksins sem flykktist að og vegsamaði kónginn, og hún kom til fólksins í Drottins hús.13Og hún sá, og sjá! konungurinn stóð á sínum stað í innganginum, og fyrirliðarnir og úthrópendurnir hjá kónginum, og allt fólkið var glaðvært og blés í básúnurnar, og söngvararnir með hljóðfærum, kunngjörðu (hvað skeð var) og vegsömuðu (kónginn). Þá reif Atalía sín klæði og sagði: samblástur! samblástur!14En Jójada prestur, lét foringjana, yfir hundrað manns, fyrirliða hersins, framganga og mælti til þeirra: farið með hana héðan allt innfyrir raðirnar, og hvör sem henni fylgir, sé deyddur með sverði; því presturinn sagði: deyðið hana ekki í húsi Drottins.15Og þeir gjörðu henni braut, og hún gekk um inngang hrossadyranna í kóngsins hús, og þeir drápu hana þar.
16Og Jójada gjörði sáttmála milli sín og alls fólksins og kóngsins, að það skyldi vera Drottins fólk.17Þá gekk allt fólkið í Baalshús, og þeir rifu það niður, og altari og bílæti hans brutu þeir sundur, og Natan Baalsprest myrtu þeir fyrir altarinu.18Og Jójada lagði embætti Drottins í hönd prestanna og Levítanna, sem Davíð hafði sett til skiptis yfir Drottins hús, til að frambera Drottins brennifórnir, eins og skrifað stendur í Mósis lögum, með fögnuði og söng eftir Davíðs ráðstöfun.19Og hann setti dyraverði í dyrnar á Drottins húsi, að ekki kæmi inn óhreinn maður af hvörri sem helst sök.20Og hann tók foringjann yfir hundrað og þá göfugustu og yppurstu meðal fólksins og allt landsfólkið, og flutti kónginn úr Drottins húsi, og þeir komu um þær háu dyr inn í kóngsins hús, og settu kónginn í kóngshásætið.21Og allt landsfólkið var glatt, og staðarfólkið rólegt. En Atalíu höfðu þeir drepið með sverði.

*) Jesod: aðrir: grundv. port.