Daníel biður um frelsun Ísraelsmanna; fær vitneskju um, hvað fyrir þeim liggi síðar meir.

1Á fyrsta árinu, þegar Daríus Assverusson af ætt Medíumanna var orðinn konungur yfir Kaldearíki,2á fyrsta ári ríkisstjórnar hans, hugði eg Daníel að, í ritningunni, að áratölu þeirri, sem Drottinn hafði opinberað spámanninum Jeremías, að Jerúsalemsborg skyldi 70 ár í eyði liggja.3Eg sneri mér þá til Guðs hins alvalda, til að leita hans í bænum og andvörpum, með föstu, í sekk og ösku.4Eg bað til Drottins, míns Guðs, gjörði játningu mína, og sagði: æ, þú alvaldi, þú mikli og dásamlegi Guð, sem varðveitir líknarsáttmálann við þá, sem þig elska og þinna boðorða gæta!5Vér höfum syndgað og gjört órétt; vér höfum breytt óguðlega og verið þér mótsnúnir, og vikið frá þínum boðum og þínu lögmáli;6vér hlýddum ekki þínum þjónum, spámönnunum, sem töluðu í þínu nafni til vorra konunga og landshöfðingja, til feðra vorra og til alls landsfólksins.7Þú, hinn alvaldi, ert réttlátur; en vér megum skammast vor, eins og vér og gjörum á þessum degi, vér og hvör maður í Júdalandi, innbyggjendur Jerúsalemsborgar, allir Ísraelsmenn, þeir sem eru nær og fjær í öllum þeim löndum, sem þú hefir burt rekið þá fyrir þeirra misgjörða sakir, sem þeir drýgðu móti þér.8Þú alvaldi! vér megum skammast vor, konungar vorir og landshöfðingjar og feður vorir; því vér höfum syndgað móti þér.9En hjá þeim alvalda, Guði vorum, er miskunnsemi og fyrirgefning, jafnvel þó vér höfum verið honum mótsnúnir,10og ekki hlýtt raustu Drottins, vors Guðs, sem bauð oss að breyta eftir því lögmáli, sem hann gaf oss fyrir hönd sinna þjóna, spámannanna;11já, gjörvallur Ísraelslýður hefir yfirtroðið þitt lögmál, og snúið sér í burt, svo hann skuli ekki heyra þína raust; þess vegna er yfir oss komin sú eiðfesta bölvan, sem skrifuð stendur í lögmáli Mósess, guðsþjóns: því vér höfum syndgað móti Guði.12Hann hefir efnt það, sem hann hét oss og landstjórnurum vorum, þeim er yfirráð höfðu yfir oss, með því hann lét svo mikla ógæfu yfir oss koma, að hvörgi á jarðríki hefir slík ógæfa orðið, sem í Jerúsalemsborg.13Eins og skrifað stendur í Mósislögmáli, er öll þessi ógæfa yfir oss komin, af því vér ekki beiddum Drottin, vorn Guð, miskunnar, að vér mættum hverfa frá vorum misgjörðum og gefa gætur að hans trúfesti.14Þess vegna var Drottinn vakandi yfir því, að láta ógæfuna yfir oss koma; því Drottinn, vor Guð, er réttlátur í öllum sínum verkum, þeim er hann gjörir, en vér höfum eigi viljað hlýða hans raustu.15Og nú, Guð vor alvaldur, þú sem útleiddir þitt fólk af Egyptalandi með öflugri hendi, og gjörðir þitt nafn dásamlegt eins og það enn þann dag í dag er; vér höfum syndgað, vér höfum breytt óguðlega.16Lát nú, alvaldi Guð, sökum þinnar miklu miskunnsemi, þína heiftarreiði hverfa í frá þinni borg, Jerúsalem, og frá þínu heilaga fjalli! Því vegna vorra synda og fyrir misgjörða sakir feðra vorra er Jerúsalem og þitt fólk orðið að háðung hjá öllum þeim, sem umhverfis oss búa.17Og nú, vor Guð, heyr bæn þíns þjóns, og hans ákallan, og lát þitt auglit lýsa yfir þínum helgidómi, sem nú er í eyði látinn! gjör það fyrir sjálfs þíns sakir, alvaldi Guð!18Hneig eyra þitt, minn Guð, og heyr! upplúk þínum augum, og sjá, hvörsu vér erum í eyði lagðir, og sú borgin, sem eftir þínu nafni er kölluð; því vér látum vort bænarávarp koma fram fyrir þitt auglit, ekki í trausti til vors eigin réttlætis, heldur í trausti til þinnar stóru miskunnsemi.19Heyr oss, alvaldi Guð! fyrirgef oss, alvaldi Guð! hygg að, alvaldi Guð, og veit oss vora bæn! Fyrir sjálfs þíns sakir, minn Guð, þá fresta því ekki! því að þín borg og þitt fólk er nefnt eftir þínu nafni.
20Meðan eg enn talaði, og baðst fyrir, og játaði mínar syndir og landsmanna minna Ísraelsmanna, og lét mitt bænarákall, vegna hins heilaga fjalls míns Guðs, koma fram fyrir auglit Drottins, Guðs míns,—21meðan eg enn talaði í bæninni, bar þann mann Gabríel, hvörn eg áður fyrr meir hafði séð í vitran, skyndilega að þangað, sem eg var, um kvöldfórnartímann;22hann talaði til mín skilmerkilega, og sagði: Daníel! eg em nú út genginn til að fræða þig um útþýðinguna;23því þegar í upphafi þíns bænarákalls útgekk orðið; og em eg hingað kominn til að kunngjöra þér það, því þú ert maður elskuverður; tak því eftir orðinu, og gef gætur að vitraninni.24Sjötygi sjöundir (ára) eru ákveðnar þínu fólki og þinni heilögu borg, þar til misgjörðin verði afmáð, syndin burttekin, friðþægt fyrir sektina, eilíft réttlæti afturheimt, vitran spámannsins staðfest, og eitt allrahelgasta vígt.25Vit þá og hygg að: frá þeim tíma að sú skipun útgengur, að Jerúsalemsborg skuli uppreist og byggð verða, og allt til þess smurða, til höfðingjans, eru sjö sjöundir; og tvær og 60 sjöundir (ára); þá munu strætin og borgarveggirnir uppreistir og byggðir verða, þó að þröngvar tíðir sé.26En eftir þær 62 sjöundir (ára) mun hinn smurði afmáður verða og ekki framar á lífi vera; en þjóð hins næsta höfðingja mun borgina og helgidóminn í eyði leggja, hún mun sækja að, eins og stórflóð, og refsidómur eyðilegginganna mun vaxa, uns ófriðurinn er á enda.27Hann mun gjöra fastan sáttmála við marga á einni sjöundinni, en að hálfnaðri sjöundinni mun hann aftaka slátursfórnina og matarfórnina; uppi á musterisburstinni munu standa svívirðingar eyðileggjandans, þar til loksins gjörsamlega eyðilegging og refsidómur steypir sér niður á eyðileggjandann.