Job vill ei vera hræsnari.

1Og Job hélt áfram að tala og sagði:2við þann lifandi Guð sem hefir burttekið minn rétt, og við þann almáttuga sem hefir hryggt mína sál:3Svo lengi sem eg dreg andann, og Guðs andi hrærir sig í mínum nösum,4skulu mínar varir ekki tala rangindi og mín tunga ekki svikræði mæla!5það sé langt frá mér, að eg játi þér hafið rétt að mæla; þangað til eg uppgef andann, skal eg ekki láta taka frá mér mitt sakleysi.6Eg vil halda fast við mitt réttlæti og því ekki sleppa, mitt hjarta skal ekki skammast sín fyrir mína daga.7Minn óvinur skal verða sem sá óguðlegi; og sá sem setur sig upp á móti mér, sem sá rangláti.8Því hvör er von hræsnarans, hvað mikið sem hann græðir, þegar Guð burtrykkir hans sálu?9Ætla Guð heyri hans hljóð þegar angistin kemur yfir hann?10Getur hann haft fögnuð af þeim almáttuga? getur hann ætíð ákallað Guð?11Eg vil uppfræða yður um hönd (verk) Guðs, eg vil ei dylja það sem þeim almáttuga er í hug.12Sjá! þér allir hafið séð það, því talið þér þá svo hégómlega?13Þetta er hlutfall hins óguðlega hjá Guði og týrannanna erfð, sem þeir skulu fá af hendi hins almáttuga.14Þó hann hafi mörg börn, skulu þau falla fyrir sverði, og hans niðjar skulu ei hafa nóga fæðslu?15Þeir, sem hann eftirskilur, skulu deyja en ekki jarðast, og þeirra ekkjur munu ekki gráta.16Þegar hann safnar silfri sem ryki, og dregur að sér klæði sem leir,17þá dregur hann vel að, en sá réttláti færir sig í þau, og silfrið skal verða hlutdeild hins saklausa.18Hann byggði sér hús eins og mölurinn, líkt kofa sem vaktarinn gjörir sér;19sá ríki leggur sig, og verður ekki grafinn, hann lýkur upp augunum, svo er hann ekki meir.20Skelfingar munu grípa hann eins og vatnsflóð; hvirfilvindur mun um nóttina burtsvipta honum.21Austanvindurinn mun uppkippa honum, svo að hann ferst, og með hraða rekst hann frá sínum stað.22Guð mun að honum ráðast og ekki vægja honum, hann mun reyna að sleppa undan hans hendi.23Menn munu klappa saman höndum yfir honum, og blístra hann burt frá sínum stað.