Bæn. Trúartraust. Von.

1Uppgöngusálmur. Ur djúpinu kalla eg til þín, Drottinn!2heyr þú Drottinn, mína raust! lát þín eyru hyggja að röddu minnar grátbeiðni!3Ó Drottinn! ef að þú vilt muna misgjörðir, Drottinn! hvör getur þá staðist?4Nei, hjá þér er fyrirgefning, svo að menn óttist þig.5Eg bíð eftir Drottni, mín sál vonar, eg reiði mig á hans orð.6Mín sál bíður Drottins, meir enn vaktarar á morgnana, sem vænta morgunsins.7Ísrael! vona þú upp á Drottin, því hjá Drottni er miskunnsemi; og mikil endurlausn er hjá honum.8Hann mun frelsa Ísrael af öllum hans misgjörðum.