• Annað árið í röð notum við jólasöfnun Biblíufélagsins til stuðnings við prentun á Biblíum í Kína, en peningurinn rennur að mestu til kaupa á pappír. Hið íslenska biblíufélag stefnir að því að safna fyrir prentun á 8.000 Biblíum sem verður dreift til innanlandsnotkunar í Kína.
  • Hið íslenska biblíufélag hefur stutt við þýðingu á Biblíunni yfir á tungumál sem töluð eru í Eþíópíu í yfir tvo áratugi, m.a. með byggingu Biblíuhúss sem veitti þýðendum vandaða aðstöðu til verkefnisins. Hið íslenska biblíufélag biðlar til þín um áframhaldandi stuðning við starfsemi Biblíuhússins og okkar góðu vini sem starfa á vettvangi í Konsó í Eþíópíu.
  • Hið íslenska biblíufélag leitast við að gera Biblíuna aðgengilega sem flestum. Félagið hefur einn starfsmann í hlutastarfi, heldur úti vefsíðu með fjórum íslenskum Biblíuþýðingum og ýmsum fróðleik um Biblíuna.
  • Söfnunarátak Biblíufélagsins í tengslum við Biblíudaginn 2018 sneri að auknu stafrænu aðgengi að Biblíunni á íslensku. Félagið tók það ár í notkun nýja heimasíðu og vann með erlendum Biblíufélögum að því að þýða Biblíu-app (smáforrit) fyrir snjallsíma á íslensku, þar sem nýjasta Biblíuþýðingin á íslensku er þegar aðgengileg.
  • Jólasöfnun Hins íslenska biblíufélags 2017 rennur óskipt til systurfélaga okkar í Sýrlandi og Írak og hvetjum við þig til að leggja þeim lið og dreifa birtu Bethlemsvalla í sorta stríðsátaka. Enn er hægt að styðja við jólasöfnun Biblíufélagsins 2017.