• Biblíufélagið á Haiti styður við skólastarf í landinu með því að útvega skólum og kirkjum lestrarbækur með biblíusögum við hæfi barna. Nærri 60 af hundraði fullorðinna íbúa á Haiti eru ólæs. Lestrarkunnátta barna opnar nýjan heim, ekki bara fyrir þau heldur foreldra þeirra, en algengt er að börnin taki lestrarbækur með sér heim og lesi upphátt fyrir foreldra sína. Það eru því ekki bara börnin sem njóta góðs af gjöfum Biblíufélagsins á Haiti, heldur öll fjölskyldan.
  • Lykilorð 2021

    2.200 kr.
    Lykilorð færa þér texta úr Biblíunni, vers fyrir hvern einasta dag, því við vitum að Guð vill tala til þín. Bókin verður send í pósti til kaupanda.
  • Hið íslenska biblíufélag leitast við að gera Biblíuna aðgengilega sem flestum. Framundan eru spennandi verkefni, m.a. útgáfa á hljóðbókum einstakra rita Gamla testamentisins, frekari þróun á smáforritum sem innihalda biblíutextann og útgáfa biblíuefnis fyrir börn. Þá heldur félagið heldur úti vefsíðu með fjórum íslenskum Biblíuþýðingum og ýmsum fróðleik um Biblíuna, en síðan er í stöðugri þróun.
  • Hið íslenska biblíufélag hefur stutt við þýðingu á Biblíunni yfir á tungumál sem töluð eru í Eþíópíu í yfir tvo áratugi, m.a. með byggingu Biblíuhúss sem veitti þýðendum vandaða aðstöðu til verkefnisins. Hið íslenska biblíufélag biðlar til þín um áframhaldandi stuðning við starfsemi Biblíuhússins og okkar góðu vini sem starfa á vettvangi í Konsó í Eþíópíu.
  • Hið íslenska Biblíufélag (e. Icelandic Bible Society) was founded on July 10, 1815. It is the oldest organisation in Iceland. Its purpose is to publish, distribute, and encourage reading of the Bible. Membership to the Bible Society is open to all, and members come from various churches and denominations in Iceland. The Society is working on various exciting projects at the moment. It is working on making the Bible in Icelandic accessible on audio files. It is working on translating Bible apps for children and aims to stays active on various social media platforms. Fill out an amount and press Stuðningur (eng. Donation). The donation amount is in Icelandic kronur.
Fara efst