-
Biblíufélagið er að vinna að gerð hljóðbóka fyrir átta rit Biblíunnar um þessar mundir. Þóra Karítas Árnadóttir les núna í nóvember, Rutarbók, Esterarbók, Harmljóðin og Ljóðaljóðin. Arnar Jónsson mun halda áfram lestri Mósebókanna eftir áramót er hann les 2. Mósebók. Þá mun Eggert Kaaber lesa bókina um Jónas, auk Esra og Nehemía. Hægt verður að nálgast hljóðbækurnar á vef Biblíufélagsins og í Bible.com appinu án endurgjalds.
-
Hið íslenska biblíufélag leitast við að gera Biblíuna aðgengilega sem flestum. Framundan eru spennandi verkefni, m.a. útgáfa á hljóðbókum einstakra rita Gamla testamentisins, frekari þróun á smáforritum sem innihalda biblíutextann og útgáfa biblíuefnis fyrir börn. Þá heldur félagið heldur úti vefsíðu með fjórum íslenskum Biblíuþýðingum og ýmsum fróðleik um Biblíuna, en síðan er í stöðugri þróun.
-
Hið íslenska Biblíufélag (e. Icelandic Bible Society) was founded on July 10, 1815. It is the oldest organisation in Iceland. Its purpose is to publish, distribute, and encourage reading of the Bible. Membership to the Bible Society is open to all, and members come from various churches and denominations in Iceland. The Society is working on various exciting projects at the moment. It is working on making the Bible in Icelandic accessible on audio files. It is working on translating Bible apps for children and aims to stays active on various social media platforms. Fill out an amount and press Stuðningur (eng. Donation). The donation amount is in Icelandic kronur.