Mánaðarlegir stuðningsaðilar Biblíufélagsins kallast „Bakhjarlar Biblíunnar“. Stuðningur Bakhjarla Biblíunnar hefur nýst Biblíufélaginu til að leggja aukin þunga í stafræn verkefni. Í síauknum og vaxandi mæli er fólk að nálgast upplýsingar í gegnum tölvur og snjalltæki, hvort sem það er með lestri, hlustun eða áhorfi.

Við hjá Biblíufélaginu höfum ástríðu fyrir því að sjálf bók bókanna, Biblían, verði ekki skilin eftir í þessari upplýsingabyltingu. Við höfum sótt fram til að Biblían megi vera aðgengileg á þessum nýju miðlum með sem fjölbreyttustu móti. Því fólk er ekki alltaf með Biblíuna í vasanum, en það er flest alltaf með símann í vasanum.

Biblíufélagið hefur nú þegar lagt af stað í þennan leiðangur og hægt er að lesa Biblíuna og hlusta á Nýja testamentið í gegnum tölvur og snjallsíma, ýmist á vefsíðu félagsins eða í biblíuappi Youversion. En Biblíufélagið vill halda áfram á þessari vegferð og auka aðgengi Biblíunnar á nýjum miðlum enn frekar. Við viljum hljóðrita meira af Biblíunni, útbúa meira biblíuefni fyrir börn fyrir snjalltæki og nota allar leiðir færar til að færa Biblíuna þangað sem fólkið er.

Stuðningur Bakhjarla Biblíunnar, dyggra félagsmanna, með sömu ástríðu og við, hjálpar okkur á þessari vegferð. Má bjóða þér að hjálpa til og gerast bakhjarl Biblíunnar á Íslandi?

Skráðu þig hér til að styrkja Biblíufélagið með mánaðarlegu framlagi!


Með því að fylla inn upplýsingar hér fyrir ofan, óskar þú eftir að Biblíufélagið stofni mánaðarlegan greiðsluseðil í heimabankanum þínum. Ef þú þarft að breyta eða hætta stuðningi af einhverjum ástæðum, er auðvelt að senda tölvupóst á hib@biblian.is og við munum fella niður ógreidda greiðsluseðla frá Biblíufélaginu.