Forsíða2018-01-28T05:16:36+00:00

Unnið er að gerð fræðsluvefs fyrir Hið íslenska biblíufélag. Vefurinn inniheldur nú þegar almennar upplýsingar um Biblíuna ásamt áhugaverðum upplýsingum um samspil listar og biblíuhefðar.

Þá er stefnt að því að hafa á vefnum fræðsluefni um Biblíuna sem getur nýst við kennslu fyrir unga og aldna.

Guð eða Satan?

Lúk 11.14-26 - Viðbrögðin sem hér eru áberandi varða hik eða höfnun. Lækning getur aldrei verið sönnun þess að Jesús komi og starfi í nafni Guðs. Hún getur verið vísbending um að Himnaríki sé í nánd, eða þvert á móti að frammi séu hafðar blekkingar og töfrabrögð, jafnvel að Djöfullinn sé að verki, sem hér gengur undir nafninu Beelsebúl. Hverjum og einum er frjálst að leita svara og taka afstöðu. Það er undir honum komið hvort hann ber kennsl á frelsara í Jesú. Reyndar getur enginn sagst vera að fullu og öllu laus við hið illa. Menn geta alltaf fallið. Því er nauðsynlegt að halda sig fast við Jesú.

By |Föstudagur 1. desember 2017|Categories: Lúkasarguðspjall|Tags: |0 Comments

Inngangur að biblíuritum