Forsíða2018-01-28T05:16:36+00:00

Unnið er að gerð fræðsluvefs fyrir Hið íslenska biblíufélag. Vefurinn inniheldur nú þegar almennar upplýsingar um Biblíuna ásamt áhugaverðum upplýsingum um samspil listar og biblíuhefðar.

Þá er stefnt að því að hafa á vefnum fræðsluefni um Biblíuna sem getur nýst við kennslu fyrir unga og aldna.

Það er fullkomnað

Jóh 19.28-30 - Í vissu þess að hafa lifað til fulls og fullkomnað hlutverk sitt, segir Jesús sig þyrsta og talar þá ekki einvörðungu út frá limlestum líkama sínum heldur löngun til að hljóta viðurkenningu sem sendiboði Guðs (Slm 69.22; Jóh 4.7). Dauði hans er látinn bera vitni um hlýðni við sannleika Guðs og fullnustu á því sem spámennirnir höfðu boðað.

By |Föstudagur 1. desember 2017|Categories: Jóhannesarguðspjall|Tags: , , |0 Comments

Inngangur að biblíuritum