Af hverju Hið íslenska biblíufélag?

Ef þú ert félagi í Hinu íslenska biblíufélagi þá ertu meðlimur í elsta starfandi félagi á Íslandi. Það eitt og sér er alls ekki svo lítið!

Tilgangur félagsins er að vinna að þýðingu, útgáfu, útbreiðslu og notkun Biblíunnar. Hér heima og erlendis – sérstaklega hjá þeim hópum sem ekki hafa fengið að kynnast ritum þessarar mögnuðu bókar. Allir sem styðja markmið félagsins, og tilgang, geta orðið félagar. Það fylgir því góð líðan að vera hluti af stórum hópi fólks sem vill breiða út Guðs orð.

Árgjald félagsins er 3.000 krónur.

Vertu með!