Um Hið íslenska biblíufélag

Hið íslenska Biblíufélag (HÍB) var stofnað 10. júlí 1815 og er elsta starfandi félag á Íslandi. Markmið þess er að vinna að útgáfu, útbreiðslu og notkun Biblíunnar. HÍB er samtök fólks úr öllum kirkjudeildum og kristnum trúfélögum. Allir geta gerst félagar.

Félagið tekur þátt í starfi Sameinuðu Biblíufélaganna (United Bible Societies, UBS) á alþjóðavettvangi. Með því að efna til safnana fyrir þýðingu og útbreiðslu Biblíunnar í fátækari hlutum heimsins stuðlum við að útbreiðslu Biblíunnar víða um heim. Nokkrum sinnum á ári eru sendar út kynningar á þeim verkefnum sem félagið vill styðja. Hverjum og einum er frjálst að taka þátt í þessum söfnunum.

Sérstakur Biblíudagur er haldinn árlega annan sunnudag í níuvikna föstu (venjulega í febrúar). Þá er vakin athygli á félaginu og starfi þess m.a. Í guðsþjónustum og á safnaðarsamkomum og tekin samskot til starfsins á alþjóðavettvangi.

Félagið gefur út B+, fréttabréf um starf félagsins og annarra biblíufélaga víða um heim. Einnig gefur félagið út árlega BIBLÍULESTRARSKRÁ sem dreift er til félagsfólks.

Allir geta orðið félagar í Hinu íslenska Biblíufélagi. Einnig er hægt að gerast stuðningsaðili og fá þeir sendar allar kynningar á þeim söfnunum sem félagið sendir út.

Póstfang: Hið íslenska biblíufélag, Bt. Biskupsstofa, Borgartúni 26, 105 Reykjavík.

Netfang: hib@biblian.is