• Páskasöfnun Biblíufélagsins miðar að því að safna fyrir hljóðritun Davíðssálmanna. Þegar hefur rausnarleg gjöf Hallgrímskirkju í minningu Dr. Sigurðar Pálssonar skilað okkur langt. En nú vantar herslumuninn! Hver Sálmur kostar um 4900 krónur í hljóðritun og frágangi. Hvaða sálm myndir þú greiða fyrir ef þú gætir? Hægt er að skrá uppáhaldssálm í athugasemdum í greiðsluferlinu. Eins má styðja við verkefnið með upphæð að eigin vali með því að skrá aðra upphæð hér fyrir neðan, t.d. sem nemur upplestri fimm versa fyrir 1.490 krónur eða tíu versa fyrir 2.980 krónur.
  • Annað árið í röð notum við jólasöfnun Biblíufélagsins til stuðnings við prentun á Biblíum í Kína, en peningurinn rennur að mestu til kaupa á pappír. Hið íslenska biblíufélag stefnir að því að safna fyrir prentun á 8.000 Biblíum sem verður dreift til innanlandsnotkunar í Kína.
  • Hið íslenska biblíufélag hefur stutt við þýðingu á Biblíunni yfir á tungumál sem töluð eru í Eþíópíu í yfir tvo áratugi, m.a. með byggingu Biblíuhúss sem veitti þýðendum vandaða aðstöðu til verkefnisins. Hið íslenska biblíufélag biðlar til þín um áframhaldandi stuðning við starfsemi Biblíuhússins og okkar góðu vini sem starfa á vettvangi í Konsó í Eþíópíu.
  • Hið íslenska biblíufélag leitast við að gera Biblíuna aðgengilega sem flestum. Framundan eru spennandi verkefni, m.a. útgáfa á hljóðbókum einstakra rita Gamla testamentisins, frekari þróun á smáforritum sem innihalda biblíutextann og útgáfa biblíuefnis fyrir börn. Þá heldur félagið heldur úti vefsíðu með fjórum íslenskum Biblíuþýðingum og ýmsum fróðleik um Biblíuna, en síðan er í stöðugri þróun.