• Hið íslenska biblíufélag hefur stutt við þýðingu á Biblíunni yfir á tungumál sem töluð eru í Eþíópíu í yfir tvo áratugi, m.a. með byggingu Biblíuhúss sem veitti þýðendum vandaða aðstöðu til verkefnisins. Hið íslenska biblíufélag biðlar til þín um áframhaldandi stuðning við starfsemi Biblíuhússins og okkar góðu vini sem starfa á vettvangi í Konsó í Eþíópíu.
  • Stórir hópar í Kína hafa snúist til lifandi trúar á Jesú Krist. Og eins vitum við vel – og við heyrum bænir þeirra og óskir um aðstoð. Það er ekki svo að þeir biðji biblíufélög heimsins um mat. Nei, Kínverjarnir sem hafa samband við okkur eru að biðja um biblíur. Orð Guðs!

    Við viljum leitast við að verða við þeirri bón. Að senda Kínverjum sem óska þess að eignast Biblíu – þetta grundvallarrit á sínu eigin móðurmáli. Við viljum geta þess að fyrir aðeins 3000 krónur má fá 20 Biblíur!

    Hægt er að styðja söfnunina með hærri eða lægri upphæð, með því að skrá upphæð í reitinn hér fyrir neðan. 

    Einnig er hægt að millifæra á söfnunarreikning Biblíufélagsins. Kennitala: 620169-7739. Bankareikningur: 0101-26-003555. Merkt: Jól2018
  • Hið íslenska biblíufélag leitast við að gera Biblíuna aðgengilega sem flestum. Félagið hefur einn starfsmann í hlutastarfi, heldur úti vefsíðu með fjórum íslenskum Biblíuþýðingum og ýmsum fróðleik um Biblíuna.
  • Söfnunarátak Biblíufélagsins í tengslum við Biblíudaginn 2018 snýr að auknu stafrænu aðgengi að Biblíunni á íslensku. Félagið tók á árinu í notkun nýja heimasíðu og vann með erlendum Biblíufélögum að því að þýða Biblíu-app (smáforrit) fyrir snjallsíma á íslensku, þar sem nýjasta Biblíuþýðingin á íslensku er þegar aðgengileg.
  • Jólasöfnun Hins íslenska biblíufélags 2017 rennur óskipt til systurfélaga okkar í Sýrlandi og Írak og hvetjum við þig til að leggja þeim lið og dreifa birtu Bethlemsvalla í sorta stríðsátaka. Enn er hægt að styðja við jólasöfnun Biblíufélagsins 2017.