Forsíða2019-02-08T05:26:21+00:00

Biblíulestur 18. febrúar – Sef 3.6-13

6Þjóðum hef ég tortímt
og steypt varðturnum þeirra.
Stræti þeirra hef ég eytt af fólki
svo að þar er enginn á ferð,
borgir þeirra eru í rúst, mannlausar,
og þar búa engir framar.
7Og ég vænti að þú óttaðist mig,
tækir áminningu minni,
að ekki dyldist augum hennar
refsingin sem ég kallaði yfir hana.
En því meir hafa þeir kappkostað
að snúa verkum sínum til ills.
8Bíðið, segir Drottinn,
bíðið dagsins þegar ég kem sem ákærandi.
Því að ég hef ákveðið að safna þjóðunum saman
og stefna saman konungsríkjunum
til að ausa yfir þau reiði minni,
allri minni logandi heift.
Já, fyrir eldi bræði minnar
mun öll jörðin eyðast.

[…]

Vertu félagi í Biblíufélaginu
… Sæki Biblíuvers …

Dragðu annað mannakorn

Fréttamolar