Biblían á hljóðbók er komin út!
Biblíufélagið hefur gefið út Biblíuna á hljóðbók. Hljóðbókin er alls 90 klst og 19 mínútur. Níu leikarar komu að lestri á textanum en unnið hefur verið að verkefninu með hléum í 5 ár. Verkefnið var allt fjármagnað með frjálsum framlögum velunnara [...]
Nýja testamentið í fyrsta sinn á Suðursamísku
Í síðustu viku kom út fyrsta útgáfa Nýja testamentisins á suðursamísku, Orre Testamente. Þýðingin hefur tekið langan tíma, en aðalþýðandinn séra Bierna Leine Beinte, sem býr í Noregi, byrjaði verkefnið fyrir um 40 árum. Þýðingin hefur mikið vægi fyrir suðursamísku enda [...]
Útgáfufögnuður vegna hljóðbókar Biblíunnar
Laugardaginn 31. ágúst kl. 11:00 í Lindakirkju verður útgáfufögnuður vegna hljóðbókar Biblíunnar án apókrýfu bókanna. Þar verður útgáfan kynnt og tækifæri gefst til að hlusta á og læra um hljóðbókina. Það væri gaman að sem flestir Biblíuvinir gætu komið og fagnað þessum [...]
Félagsgjöld Hins íslenska biblíufélags
Greiðsluseðlar vegna félagsgjalds í Hinu íslenska biblíufélagi voru sendir í heimabanka félagsfólks í dag, 8. júlí. Félagsgjaldið er 3.900 krónur á ári. Við vonum að félagsfólk bregðist við og greiði með gleði. Ef þú vilt slást í hópinn og gerast félagi [...]
Útgáfufögnuður Biblíunnar á hljóðbók
Nú styttist í að hljóðbók Biblíunnar verði tilbúin og laugardaginn 31. ágúst kl. 11, verður útgáfunni fagnað á Kirkjudögum í Lindakirkju. Biblían í heild hefur ekki áður komið út á íslensku sem hljóðbók. Útgáfa Biblíunnar á hljóðbók er enda stórt verkefni fyrir [...]
Biblíufélög funda í Reykjavík
Framkvæmdastjórar Biblíufélaga á Norðurlöndum og við Eystrasalt funduðu í Reykjavík 11.-12. júní. Auk framkvæmdastjóranna var George Sochos frá Sameinuðu biblíufélögunum á fundinum og kynnti vinnu við stefnumörkun Sameinuðu biblíufélaganna til næstu þriggja til fimm ára. Þá var á fundinum rætt um nýjar [...]
Biblíufélagið tekur þátt í Kirkjudögum
Dagana 25. ágúst - 1. september stendur Þjóðkirkjan að Kirkjudögum. Dagskrá Kirkjudaga verður fjölbreytt og við allra hæfi. Kirkjudagar hefjast með guðsþjónustu í Dómkirkjunni, sem verður jafnframt lokaguðsþjónusta frú Agnesar M Sigurðardóttur sem biskups Íslands. Að guðsþjónustu lokinni verða pílagrímsgöngur frá kirkjum [...]
Hækkun félagsgjalds Biblíufélagsins
Á aðalfundi Hins íslenska biblíufélags sem var haldinn 29. apríl s.l. var samþykkt að hækka árlegt félagsgjald í 3.900 krónur. Félagsgjaldi Biblíufélagsins nýtist m.a. til útgáfu B+ tímaritsins og gerir félaginu mögulegt að gefa út árlega Biblíulestrarskrá á pappír. Greiðsluseðill vegna [...]
Nýr forseti Hins íslenska biblíufélags frá og með 1. september
Samkvæmt lögum Hins íslenska biblíufélags er Biskup Íslands forseti félagsins. Frú Agnes M. Sigurðardóttir mun láta af störfum sem Biskup Íslands í lok ágúst á þessu ári. Í dag bárust þær gleðifregnir að séra Guðrún Karls Helgudóttir sé réttkjörinn næsti Biskup [...]
Aðalfundur Biblíufélagsins var haldinn í Borgum í apríl
Aðalfundur hins íslenska Biblíufélags var haldinn í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum, þann 29. apríl 2024. Forseti félagsins og biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir setti fundinn með ritningarlestri og bæn. Í árskýrslu stjórnar var lögð áhersla á fimm meginatriði sem standa upp úr [...]
Guð talar líka á Shekgalagari – Ný Biblíuþýðing í Botsvana
Þann 9. mars síðastliðinn kom Nýja Testamentið út á tungumálinu Shekgalagari. Þýðingarvinnan tók 14 ár en markmiðið var að gera ritninguna aðgengilega fyrir Bakgalagari fólkið í Botsvana. Rúmlega 78,000 tilheyra Bakgalagari og hafa Shekgalagari að hjarta- eða móðurmáli. Biblíufélag Botsvana vann að [...]
Aðalfundur Biblíufélagsins í safnaðarheimili Kópavogskirkju
Aðalfundur Hins íslenska biblíufélags verður haldinn í Borgum, Safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a, mánudaginn 29. apríl n.k. klukkan 17:15. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Hins íslenska biblíufélags