Forsíða2018-10-29T17:06:17+00:00

Biblíulestur 12. nóvember – Esk 44.10-31

10 En Levítarnir fjarlægðust mig þegar Ísrael villtist frá mér og elti skurðgoð sín og þeir skulu bera afleiðingar sektar sinnar. 11 Í helgidómi mínum eiga þeir að annast vörslu hliðanna í húsinu og sjá um þjónustu í því. Þeir eiga að slátra dýrum til brennifórnar og sláturfórnar fyrir almenna borgara og þjóna þeim. 12 Þeir þjónuðu þeim frammi fyrir skurðgoðum þeirra og urðu Íraelsmönnum ásteytingarsteinn svo að þeir féllu í synd. Því hef ég hafið hönd mína gegn þeim, segir Drottinn Guð, og þeir skulu bera afleiðingar sektar sinnar. 13 Þeir mega ekki nálgast mig til að þjóna mér sem prestar svo að þeir nálgist mínar heilögu fórnargjafir, mínar háheilögu fórnargjafir. Þeir skulu taka á sig eigin smán og afleiðingar þeirrar svívirðu sem þeir hafa framið. 14 Ég geri þá að þjónustumönnum í musterishúsinu, þeir skulu vinna hvert það verk sem þar þarf að vinna og gera allt sem þar til fellur.
15 Levítaprestarnir, niðjar Sadóks, önnuðust þjónustuna í helgidómi mínum þegar Ísraelsmenn villtust frá mér. Þeir skulu nálgast mig til að þjóna mér, standa frammi fyrir augliti mínu og bera fram fyrir mig mör og blóð, segir Drottinn Guð. 16 Þeir skulu ganga inn í helgidóm minn og nálgast borð mitt til að þjóna mér […]

Vertu félagi í Biblíufélaginu
… Sæki Biblíuvers …

Dragðu annað mannakorn

Fréttamolar