Forsíða2019-01-09T16:12:54+00:00

Biblíulestur 16. janúar – Lúk 1.1-25

1 Margir hafa tekið sér fyrir hendur að rekja sögu þeirra viðburða, er gerst hafa meðal okkar, 2 samkvæmt því sem þeir menn hafa flutt okkur er frá öndverðu voru sjónarvottar og urðu þjónar orðsins. 3 Nú hef ég athugað kostgæfilega allt þetta frá upphafi og réð því einnig af að rita samfellda sögu fyrir þig, göfugi Þeófílus, 4 svo að þú megir ganga úr skugga um sannindi þeirra frásagna sem þú hefur fræðst um.

Bæn heyrð

5 Á dögum Heródesar, konungs í Júdeu, var uppi prestur nokkur að nafni Sakaría, af sveit Abía. Kona hans var og af ætt Arons og hét Elísabet. 6 Þau voru bæði réttlát fyrir Guði og lifðu réttlát eftir öllum boðum og ákvæðum Drottins. 7 En þau áttu ekki barn því að Elísabet var óbyrja og bæði voru þau hnigin að aldri.
8 Eitt sinn er röðin kom að sveit Sakaría og hann þjónaði sem prestur í musterinu, 9 þá féll það í hlut hans, samkvæmt venju prestdómsins, að ganga inn í musteri Drottins og fórna reykelsi. 10 En allur fólksfjöldinn var fyrir utan á bæn meðan reykelsisfórnin var færð.
11 Birtist honum þá engill Drottins sem stóð hægra megin við reykelsisaltarið. […]

Vertu félagi í Biblíufélaginu
… Sæki Biblíuvers …

Dragðu annað mannakorn

Fréttamolar