Forsíða2018-07-31T16:41:02+00:00

Biblíulestur 18. september – Esk 34.1-16

Hjörð Guðs og hirðar

1 Orð Drottins kom til mín:
2 Mannssonur, spáðu gegn hirðum Ísraels og segðu við þá: Svo segir Drottinn Guð: Vei hirðum Ísraels sem aðeins hirða um sjálfa sig. Eiga þeir ekki að halda fénu á beit? 3 Þið drekkið mjólkina og klæðist ullinni, slátrið feitustu sauðunum en um hjörðina hirðið þið ekki. 4 Þið hafið ekki hjálpað hinu veikburða, ekki læknað hið sjúka, ekki bundið um hið særða og hvorki sótt það sem hraktist burt né leitað þess sem týndist, en hið sterka hafið þið leitt með harðri hendi. 5 Fé mitt tvístraðist þar sem hirðir var enginn og það varð villidýrum að bráð. Fé mitt tvístraðist 6og rásaði um öll fjöll og alla háa hóla. Sauðirnir úr hjörð minni dreifðust um allar jarðir en enginn spurði um þá og enginn leitaði þeirra. 7 Heyrið því, hirðar, orð Drottins: 8 Svo sannarlega sem ég lifi, segir Drottinn Guð: Sauðunum í hjörð minni hefur verið rænt og fé mitt orðið villidýrum að bráð úti á bersvæði þar sem hirðir var enginn. Hirðar mínir leituðu ekki fjár míns en hirtu aðeins um sjálfa sig en ekki um sauði mína. 9 Heyrið því, hirðar, orð Drottins. 10Svo […]

Vertu félagi í Biblíufélaginu
… Sæki Biblíuvers …

Dragðu annað mannakorn

Fréttamolar