Biblían á hljóðbók er aðgengileg á hljóðskrám í upplestri einvalaliðs íslenskra leikara. Lesarar eru Þóra Karítas Árnadóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Arnar Jónsson, Guðjón Davíð Karlsson, Kristján Franklín Magnús, Steinunn Jóhannesdóttir, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Eggert Kaaber og Ragnheiður Steindórsdóttir. Hljóðritun önnuðust Gísli Helgason, Herdís Hallvarðsdóttir og Benjamín Árnason hjá hljóðbók.is ásamt fleirum. Guðmundur Brynjólfsson, Einar Fjalarsson, Guðrún Laufey Guðmundsdóttir og fleiri önnuðust yfirlestur.
Hljóðbókavæðing textans var gerð möguleg með þátttöku ríflega 400 Bakhjarla Biblíunnar, á þriðja hundrað einstaklinga og fyrirtækja sem hafa tekið þátt í sérstökum söfnunum fyrir verkefnið, auk veglegs stuðnings frá Orðinu, félags um útbreiðslu Guðs orðs.