Biblíufélagið hefur tekið við útgáfu Biblíunnar af JPV/Forlaginu. Fyrsta endurútgáfa Biblíufélagsins á 2007 þýðingu Biblíunnar er komin út. Markmið nýju útgáfunnar var að útbúa Biblíu sem er vönduð að allri gerð en um leið á hagkvæmara verði en áður hefur þekkst. Við hjá Biblíufélaginu erum sannfærð um að það hafi tekist. Nýja Biblían er í svipaðri stærð og ný Sálmabók Þjóðkirkjunnar, og kemur eingöngu í svartri kápu með smáum fallegum krossi á forsíðu.