Biblían á íslensku er aðgengileg á alþjóðlegu biblíuappi Youversion. Því getur meirihluti íslendinga verið með rafrænan aðgang að Biblíunni í vasanum, allar stundir! „Það veitir mörgum styrk að geta gripið til Biblíunnar í símanum sínum, Biblían er þannig bók að ólíklegasta fólk leitar í hana á undarlegustu tímum – það sanna ótal dæmi,“ segir Guðmundur Brynjólfsson, verkefnastjóri Hins íslenska Biblíufélags.

Biblíuapp Youversion er með íslensku viðmóti og þar er hægt að nálgast Biblíuna á íslensku, notendum að kostnaðarlausu! Youversion biblíuappið býður upp á fjölda notkunarmöguleika sem gerir fólki m.a. mögulegt að til að tengjast samfélagsmiðlum og deila þar ritningarversum og öðru efni úr appinu. Þá er, ennfremur, hægt að velja úr fjölbreyttum lestraráætlunum sem halda fólki við lesturinn, það er hægt að tengjast öðru fólki sem er að nota appið, áherslumerkja ritningarvers, skrifa minnispunkta og bera saman þýðingar ólíkra tungumála.

Nú er einnig hægt að hlusta á upplestur einvalaliðs íslenskra leikara á Nýja testamentinu í appinu. En Þóra Karítas Árnadóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Arnar Jónsson, Guðjón Davíð Karlsson, Kristján Franklín Magnúss og Steinunn Jóhannesdóttir annast lestur textans

Sækja Biblíu-appið fyrir iPhone og iPad.
Smelltu á myndina hér fyrir ofan til að sækja Biblíuappið fyrir iPhone og iPad.
Biblíu-appið fyrir Android síma
Smelltu á myndina hér fyrir ofan til að sækja Biblíuappið fyrir Android síma og spjaldtölvur.