Leiðbeiningar fyrir Biblíuleit2018-08-22T13:34:01+00:00

Leiðbeiningar fyrir Biblíuleit

Biblíuleitarvélin á biblian.is birtir niðurstöður eftir köflum, en ekki einstökum versum eins og oft er gert.

Biblíufélagið býður einnig upp á aðgang að annarri Biblíuleitarvél fyrir Biblíu 21. aldar (2007 þýðingin) sem leitar eftir einstökum versum. Hægt er að nálgast hana á https://www.bible.com/bible/1915/JHN.1.biblian, eða í gegnum Bible.com appið á símum og spjaldtölvum.

  • Leitarvélin hér á síðunni birtir í leitarniðurstöðum alla kafla sem leitarorð birtast í og fyrstu 3-5 vers viðkomandi kafla. Þegar smellt er á kaflaheiti birtist kaflinn í heild og orð sem leitað var að eru merkt með gulri yfirstrikun. Ef orðin birtast í fyrstu 3-5 versum kaflans má einnig sjá þau merkt með gulu í upptalningunni á einstökum köflum. Unnið er að lagfæringu á þessu þannig að fyrir neðan kaflaheiti í leitarniðurstöðum, komi fyrir þau vers í viðkomandi kafla þar sem leitarorð koma fyrir.
  • Ef einvörðungu er leitað eftir ákveðnum orðasamböndum, t.d. Faðir vor. Þá er hægt að notast við gæsalappir til að takmarka leitina við einvörðungu þá kafla sem orðasambandið kemur fyrir í. Þannig skilar leitar að “Faðir vor”, níu köflum. Ef hins vegar leitað er að Faðir vor (án gæsalappa) þá skilar leitin mun fleiri niðurstöðum.
  • Ef notast er við fleiri en eitt leitarorð, þá er leitarvélin stillt þannig að ef enginn kafli inniheldur öll leitarorðin, þá skilar leitin engri niðurstöðu.
  • Hægt er að leita eftir hluta af orði, ýmist upphafi eða lokum orðs. Þannig skilar leit að orðinu hestur, eingöngu þeim köflum þar sem orðið hestur kemur fyrir í nefnifalli. Hins vegar ef leitað er að orðinu hest, þá finnur leitarvélin einnig orðið í öðrum fallbeygingum, með og án greinis og í öllum fleirtölumyndum.
  • Röðun kafla í leitarniðurstöðum byggir fyrst og fremst á því hversu oft leitarorð koma fyrir í viðkomandi kafla. Því oftar sem leitarorð koma fyrir, því ofar birtist viðkomandi kafli.