Um syndafyrirgefningu.

1Davíðs diktur. Sælir eru þeir hvörra yfirtroðslur eru fyrirgefnar, hvörra syndir eru huldar.2Sæll er sá maður, hvörjum Drottinn tilreiknar ekki syndina, og sá í hvörs anda ekki er flærð.3Meðan eg þagði, tærðust mín bein af minni andvarpan allan daginn.4Því dag og nótt lá þín hönd þungt á mér, svo að mínir lífs vessar þornuðu, eins og í sumarþurrki, (málhvíld).5Eg meðkenndi fyrir þér mína synd, og fól ekki minn misgjörning, eg sagði: eg skal játa Drottni mínar yfirtroðslur og þá gafstu mér upp mína syndasekt (málhvíld).6Þess vegna biðji þig allir guðhræddir, meðan þig er að finna; í mikilli vatnshríð, munu þeir ekki til hans ná.
7Þú ert mitt hæli, þú varðveitir mig fyrir angistinni, með frelsisfögnuði umkringir þú mig. Málhvíld.8Eg vil uppfræða þig, og kenna þér hvörn veg þú skalt ganga; eg vil vísa þér leið, hafa auga á þér.9Verið ekki sem hestar og múlar sem ekki hafa vit, sem þú verður að þvinga með taum og beisli, því annars koma þeir ekki nærri þér.10Sá óguðlegi hefir margar plágur, en þann sem vonar á Drottin, mun miskunnsemi umkringja.11Gleðjið yður og fagnið, þér réttlátir, og syngið með gleði allir þér, sem eruð hreinskilnir af hjarta.