Hlýðni við Krist, sem er æðri en Móses. Aðvaran móti þvermóðsku.

1Þess vegna, þér, heilögu bræður! sem hluttakandi eruð orðnir þeirrar himnesku köllunar, gefið gætur að Jesú Kristi, postula og æðsta presti vorrar játningar,2sem trúr var þeim, er hann þar til skipaði, eins og Móses var trúr í öllu hans húsi a).3Þó álíst þessi verðugur þeim mun æðri tignar en Móses, sem sá, er húsið byggir er æðri en húsið sjálft.4(En sérhvört hús er gjört af einhvörjum, en Guð hefir gjört allt).5Móses var að sönnu trúr í öllu hans húsi, svo sem þénari, í því að kunngjöra það, sem fyrir hann var lagt.6En Kristur er þar á móti settur, sem Sonur yfir hans hús og hans hús erum vér, ef að vér allt til æviloka höldum fast við djörfung og hrósun vorrar vonar.
7Þess vegna eins og heilagur Andi segir: í dag, meðan þér heyrið hans raust, þá forherðið ekki yðar hjörtu,8eins og forðum í upphlaupinu á freistingardeginum í eyðimörkinni,9hvar feður yðar freistuðu mín og reyndu mig, þótt þeir í 40 ár hefðu séð verk þau, er eg gjörði.10Þess vegna gramdist eg þjóð þessari og sagði: óaflátanlega villast þeir í hjörtum sínum og þekkja ekki mína vegu.11Þar fyrir sór eg í bræði minni, að þeir aldrei skyldu komast til míns hvíldarstaðar.12Gjaldið varhuga við því, bræður! að enginn yðar búi yfir vondu vantrúarhjarta, er vilji falla frá enum lifanda Guði.13Heldur áminnið hvör annan hvörsdaglega, svo lengi sagt verður í dag, að enginn af yður forherðist af syndarinnar afvegaleiðslu.14Því vér erum orðnir hluttakandi í Kristi ef vér allt til æviloka höldum fast við þann fyrsta trúarbragðagrundvöll.15Fyrst sagt er: í dag, ef þér heyrið hans raust, þá forherðið ekki yðar hjörtu eins og hinir gjörðu í upphlaupinu.16Hvörjir voru það þá, sem reittu hann til reiði, þó þeir heyrðu hann? voru það ekki allir þeir, sem Móses leiddi út af Egyptalandi?17og hvörjir voru það, sem móðguðu hann í 40 ár? voru það ekki þeir, sem syndguðu og féllu í eyðimörkinni?18Og hvörjir voru það, sem hann sór, að aldrei skyldu ná inngöngu í hans hvíldarstað, nema þeir vantrúuðu?19Svo sjáum vér þá, að þeir gátu ekki náð þar inngöngu vegna vantrúar sinnar.

V. 1. 1 Pét. 1,5. Fil. 3,14. Gal. 4,4. Kap. 4,14. 6,20. V. 2. a. Þ. e. Móses var trúr umsjónarmaður yfir Guðs fólki, sem hér kallast hús, samanber v. 6. í þessum Kap. 4 Mós. b. 12,7. V. 3. Sakk. 6,13. Matt. 16,18. V. 4. 2 Kor. 5,1.18. Efes. 2,10. V. 5. v. 2. 5 Mós. b. 18,15.18. V. 6. 1 Kor. 3,16. 6,19. Efes. 2,21.22. Matt. 24,13. V. 7. Sálm. 9