Páll talar um, hvörnig hann hafi hegðað sér hjá þeim; þakkar Guði fyrir, að þeir svo fúslega tóku hans kenningu, og talar um ofsóknir, er þeir líða mega; talar um löngun sína að finna þá.

1Sjálfir vitið þér það, bræður! að koma vor til yðar var ekki ávaxtarlaus;2heldur þótt vér áður í Filippíborg, eins og yður er kunnugt, liðum illt og værum smánaðir, þá kunngjörðum vér samt djarflega og í trausti til Guðs vors hjá yður náðarlærdóm vors Guðs með mikilli baráttu.3Hvörki leiddi villa eður óhrein sérplægni eður vélar oss til að kenna;4heldur, eins og Guð hefir fundið oss þess verðuga, að trúa oss fyrir náðarlærdóminum, þannig höfum vér kennt hann; ekki, sem þeir, er mönnum vilja þóknast, heldur Guði, sem rannsakar vor hjörtu.5Því hvörki höfum vér nokkuru sinni farið með hræsni, eins og yður er kunnugt, né leiðst af ágirnd, Guð er þess vottur,6né leitað orðstírs af mönnum, hvörki af yður né öðrum.7Vér gátum verið yður til þyngsla, sem postular Krists, en vér sýndum oss vægðarsama við yður.8Eins og fóstra hjúkrar börnum sínum, eins erum vér yður ástúðlegir, og erum fúsir til, ekki einungis að meðdeila yður náðarlærdóm Guðs, heldur og til að gefa yður, vort eigið líf, því þér eruð orðnir oss ástfólgnir.9Þér munið, bræður! til erfiðis vors og mæðu; til þess vér værum engum yðar til þyngsla, unnum vér nótt og dag, á milli þess vér vorum að boða yður náðarboðskap Guðs.10Þér eruð vitni til þess og Guð, hvörsu heilaglega, réttvíslega og ólastanlega vér hegðuðum oss hjá yður, sem við trúnni höfðuð tekið.11Yður er og kunnugt hvörsu eg hefi áminnt, upphvatt og sárbænt sérhvörn yðar, eins og faðir börn sín,12að þér breyttuð verðuglega Guði, er kallað hefir yður til síns ríkis og dýrðar.
13Þar fyrir aflátum vér ekki að þakka Guði fyrir það, að þér meðtöku veittuð Guðs orði, er þér numuð af oss og meðtókuð það ekki sem mannalærdóm, heldur sem Guðs orð, eins og það í sannleika er, hvört líka hefir sýnt sinn kraft á yður, sem trúaðir eruð.14Bræður! yðar kjör hafa lík verið safnaða Guðs í Gyðingalandi, er játast hafa Jesú Kristi; því þér hafið þolað sama af yðar ættingjum,15sem þeir af Gyðingum, er bæði líflétu Drottin Jesúm og sína eigin spámenn; oss hafa þeir og ofsótt, eru Guði misþóknanlegir og öllum mönnum mótstæðir;16þeir meina oss að tala til heiðingjanna, að þeir frelsist, og uppfylla þar við mælir sinna synda, en að lokunum mun straffið koma yfir þá.
17Vér, bræður! sem um stundar sakir höfum verið sviptir yðar návistum að líkamanum til, en ekki huganum, höfum með því meiri alúð og löngun kappkostað að sjá yður.18Þar fyrir höfum vér—eg Páll—oftar en einu sinni viljað koma til yðar, en Satan hefir hamlað oss frá því.19Því hvör er vor von, vor gleði, vor heiðurskrans, er vér getum stært oss af? Munuð þér ekki einnig verða það fyrir augliti Drottins vors Jesú Krists, þá hann kemur?20Þér eruð vor sómi og vor gleði!

V. 1. Kap. 1,5.9. V. 2. Post. g. b. 16,12.19–24. 2 Kor. 12,10. Fil. 1,30. Post. g. b. 17,l1.9. V. 3. 2 Kor. 7,2. V. 4. Gal. 7,2. 1 Tím. 1,11. Gal. 1,10. 1 Samúel. 16,7. 1 Kóng. b. 8,39. Sálm. 7,10. Post. g. b. 1,24. Róm. 8,27. V. 5. Post. g. b. 20,33. 2 Kor. 2,18. Róm. 1,9. 2 Kor. 1,23. fylg. V. 6. Jóh. 5,41.44. 1 Kor. 9,12. 2 Kor. 11,9.12. V. 7. sbr. v. 9. 2 Tess. 3,7.9. V. 8. 2 Kor. 12,15. V. 9. Post. gb. 20,34. 1 Kor. 4,12. 2 Tess. 3,8. 1 Kor. 9,16. V. 10. 1 Tímót. 3,2. V. 11. Post. gb. 20,20.31. Kap. 2,7. V. 12. 1 Mós. b. 17,1. Efes. 4,1.2. Tess. 1,11. 1 Pét. 5,10. V. 13. Matt. 10,40. Galat. 4,14. 1 Korint. 2,5. 1 Tessal. 1,5. V. 14. Post. g. b. 17,5.23. Hebr. 10,34. V. 15. Post. g. b. 2,23. Matt. 23,34. V. 16. Post. g. b. 13,50. 14,5.19. 17,5.13. Matt. 23,23. V. 17. Róm. 1,11. 1 Tess. 3,6. V. 18. Róm. 15,22. V. 19. Fil. 4,1. 2 Tess. 1,4.